Kvenfélagasambandið fagnar samningi

Stjórn Kven­fé­laga­sam­bands Íslands fagn­ar því að samið hef­ur verið við ljós­mæður og yf­ir­vof­andi verk­falli þeirra af­stýrt.
Störf ljós­mæðra skipta miklu máli fyr­ir vel­ferð mæðra og barna og því mik­il­vægt að þau séu met­in að verðleik­um, seg­ir í álykt­un frá stjórn­ar­fundi sam­bands­ins í dag.

Jafn­framt von­ast stjórn Kven­fé­laga­sam­bands­ins til þess að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að leiðrétt­ingu á þeim launamun sem enn er viðvar­andi milli kynj­anna og fram kem­ur í nýj­um könn­un­um þar um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert