Mikilvægast að verja stöðu heimila

Ingibjörg R. Guðmundsdóttir var endurkjörin formaður LÍV á þingi sambandsins …
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir var endurkjörin formaður LÍV á þingi sambandsins á Akureyri.

Í kjaramálaályktun, sem samþykkt var á þingi Landssambands íslenskra verzlunarmanna í dag, segir m.a. að framundan sé endurskoðun kjarasamninga og í þeirri endurskoðun sé það mikilvægasta verkefnið að verja stöðu heimilanna.

„Reynslan hefur kennt okkur að farsælla er að tryggja kaupmátt með því að ná niður verðbólgu en að hefja víxlverkun verðlags og launa. Forgagnsverkefnið er því að vinna bug á verðbólgunni. Það er því allra hagur að opinberir aðilar og seljendur vöru og þjónustu haldi aftur af verðhækkunum," segir í ályktuninni.

Þá segir að til lengri tíma þurfi að leggja grunn að sambærilegum stöðugleika og aðrar þjóðir njóta. Slíkur stöðugleiki náist ekki án þess að búa við stöðuga mynt.

„Launafólk vill vissu fyrir því að þær fórnir sem mögulega þarf að færa nú skili sér í stöðugleika og vaxandi hagsæld þegar fram í sækir," segir síðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert