Skipt um lögreglustjóra

Jóhann Benediktsson.
Jóhann Benediktsson. mbl.is/Kristinn

Til stend­ur að aug­lýsa stöðu lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­um í apríl næst­kom­andi. Þá lýk­ur fimm ára skip­un­ar­tíma Jó­hanns R. Bene­dikts­son­ar sem gegnt hef­ur embætti lög­reglu­stjóra.

Eft­ir því sem næst verður kom­ist hef­ur ekki áður verið aug­lýst laus staða for­stöðumanns rík­is­stofn­un­ar vilji for­stöðumaður­inn á annað borð sinna starf­inu áfram.

„Ég get staðfest að mánu­dag­inn 1. sept­em­ber var mér af­hent form­lega bréf frá dóms­málaráðherra þar sem mér var til­kynnt að staða mín yrði aug­lýst laus til um­sókn­ar,“ sagði Jó­hann í gær. „Að öðru leyti mun ég ekki tjá mig um þetta mál að svo stöddu.“

At­huga­semd­ir við rekst­ur

For­saga máls­ins er sú að dóms­málaráðherra gerði at­huga­semd­ir við að rekst­ur embætt­is­ins hefði farið fram úr fjár­heim­ild­um. Rekstr­aráætl­un fyr­ir embættið árið 2008 var lögð fram í fe­brú­ar sl., en þar var gert ráð fyr­ir 210 millj­óna viðbótar­fjárveit­ing­um. Ráðuneytið féllst ekki á for­send­ur rekstr­aráætl­un­ar­inn­ar og 4. mars fékk embættið sex daga til að koma með nýja áætl­un.

Eng­inn botn fékkst í málið, þrátt fyr­ir fund Jó­hanns og Björns Bjarna­son­ar dóms­málaráðherra með starfs­mönn­um. Og níu dög­um síðar lagði dóms­málaráðherra til breyt­ing­ar á skip­an lög­gæslu-, ör­ygg­is- og toll­gæslu­mála á Suður­nesj­um. Í fram­haldi af því óskaði Jó­hann eft­ir viðræðum um starfs­lok við sett­an dóms­málaráðherra en skilaði ekki inn upp­sögn. Ekki náðist samstaða í stjórn­ar­flokk­un­um í vor um til­lög­ur dóms­málaráðherra.

Jó­hann var skipaður sýslumaður á Kefla­vík­ur­flug­velli árið 1999 og síðan gerður að lög­reglu­stjóra á Suður­nesj­um árið 2007. Sam­kvæmt heim­ild­um hyggst hann ekki sækja um starfið þegar það verður aug­lýst.

Farið eft­ir lög­um og regl­um

Björn Bjarna­son dóms­málaráðherra seg­ir að verið sé að aug­lýsa stöðu lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­un og í því til­liti sé farið eft­ir lög­um og regl­um um að til­kynna verði fyr­ir­ætl­un­ina með 6 mánaða fyr­ir­vara. Spurður hvort þetta sé óvenju­legt, seg­ir hann að spyrj­andi verði að kanna það. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert