Stórflóð í Jökulsá

Rennslið í Jökulsá í Fljótsdal varð á skömmum tíma allt að áttfalt meira en að jafnaði. Það telst til svokallaðra 25 ára flóða, þ.e. rennsli sem má reikna með einu sinni á aldarfjórðungs fresti.

Stíflumannvirkin sem mynda nýtt Ufsarlón Jökulsárveitu Kárahnjúkavirkjunar fengu því eldskírn sl. miðvikudag, þetta kemur fram á vef Kárahnjúkavirkjunar. Byrjað var að safna vatni árinnar í Ufsarlón þann 11.september og vatnsborð látið hækka í áföngum. Þann 16. september var lónið að yfirfyllast og vegna vatnsveðurs varð rennsli í yfirfalli á fyrsta sólarhring margfalt á við það sem gerist. 

Mannvirkin stóðust þó prófraunina. Meðalrennsli Jökulsár í Fljótsdal er 40-50 rúmmetrar á sekúndu en á miðvikudag fór það upp í um 330 rúmmetra á sekúndu.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert