Auknar heimildir Fjármálaeftirlitsins

Fjármálaeftirlitið
Fjármálaeftirlitið mbl.is/Eyþór

Fjár­mála­eft­ir­lit­inu hef­ur verið veitt meira svig­rúm til að grípa til aðgerða ef það álít­ur fjár­mála­stöðug­leika vera ógnað. Það hef­ur nú aukn­ar heim­ild­ir til að banna eða tak­marka skort­sölu hluta­bréfa.

Viðskiptaráðuneytið hef­ur ákveðið að gera breyt­ing­ar á reglu­gerð um inn­herja­upp­lýs­ing­ar og markaðssvik. Reglu­gerðin miðar að því að styrkja heim­ild­ir Fjár­mála­eft­ir­lits­ins til að skil­greina ákveðna hegðun and­stæða viður­kenndri markaðsfram­kvæmd með til­liti til fjár­mála­stöðug­leika og aðstæðna á markaði.

Seg­ir ráðuneytið, að með þess­ari heim­ild sé Fjár­mála­eft­ir­lit­inu veitt meira svig­rúm en áður til að grípa til aðgerða  gegn ákveðinni markaðsfram­kvæmd sem geti tal­ist ógna fjár­mála­stöðug­leika eða haft skaðleg áhrif á virkni markaða með hluta­bréf.

Með breyt­ing­unni er meðal ann­ars ætl­un­in að styrkja heim­ild­ir Fjár­mála­eft­ir­lits­ins til að banna eða setja skorður við skort­sölu hluta­bréfa ef þær aðstæður koma upp að fjár­mála­stöðug­leika eða virkni markaða er ógnað af völd­um skort­sölu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert