Íhuga beri aðra mynt

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/Brynjar Gauti

Ekki á að hika við að taka upp ann­an gjald­miðil eða binda krón­una við er­lend­an gjald­miðil ef það trygg­ir að fyr­ir­tæki geti átt öll viðskipti, gert upp­gjör og skráð eign­ir í val­frjálsri mynt.

Þetta kem­ur fram í álykt­un frá Sam­bandi ungra sjálf­stæðismanna en hundrað meðlim­ir tóku þátt í sam­bandsþingi SUS sem lauk í Vest­manna­eyj­um í dag. Rúm­lega hundrað manns voru á  þing­inu og var yf­ir­skrift þess ,,Nýt­um tæki­færið”.

Ráðherr­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins, þau Árni M. Mat­hiesen, Ein­ar Krist­inn Guðfinns­son og Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir sátu í pall­borði á þing­inu í dag og svöruðu fyr­ir­spurn­um.

Á þing­inu var rætt um ýmis mál­efni, svo sem sjúkra­trygg­ing­ar, einka­væðingu, ork­u­nýt­ingu og haf­rann­sókn­ir.

Í álykt­un­inni seg­ir meðal ann­ars að ís­lenskt at­vinnu­líf hafi tekið mikl­um stakka­skipt­um á síðustu árum. Muni þar mestu um sí­vax­andi þátt alþjóðlegr­ar þjón­ustu, þar á meðal fjár­málaþjón­ustu. Ljóst sé að skip­an pen­inga­mála á Íslandi þurfi að vera með þeim hætti að ís­lenskt at­vinnu­líf sé sam­keppn­is­hæft og að Íslend­ing­ar geti keppt á alþjóðleg­um markaði.

Ung­ir sjálf­stæðis­menn hvetji til þess að út­tekt á ár­angri pen­inga­mála­stefn­un­ar hefj­ist sem fyrst. Kanna beri mögu­leika á því að tengja krón­una við evru, eða taka upp evru á grund­velli sam­starfs okk­ar og samn­inga við önn­ur Evr­ópu­ríki.

SUS ít­rek­ar þó and­stöðu sína við inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið.

Þá seg­ir líka að rík­inu beri að nýta tæki­færið sem skap­ist með aðhalds­söm­um fjár­lög­um og lækka skatta á ein­stak­linga eins og kveðið sé á um í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Sér­stak­lega skuli bent á að þátt­ur sveit­ar­stjórna í rekstri hins op­in­bera hafi stór­auk­ist og er brýnt sé að hemja þá gegnd­ar­lausu sóun sem á sér stað í sveit­ar­fé­lög­um, þar sem sveit­ar­stjórn­ar­menn kepp­ast við að yf­ir­bjóða hver ann­an í fram­kvæmdagleði og út­gjaldalof­orðum.

Til þess sé nauðsyn­legt að fyr­ir­byggja taf­ar­laust skulda­söfn­un sveit­ar­fé­lag­anna með lög­form­leg­um hætti, sem og að lækka há­marks­út­svar.

Nauðsyn­legt sé að halda áfram á braut einka­væðing­ar. Und­ir­búa þurfi Ísland­s­póst og RÚV und­ir einka­væðingu við fyrsta tæki­færi.

Þá seg­ir að breyta þurfi Há­skóla Íslands í sjálf­seign­ar­stofn­un og af­nema af­skipti stjórn­mála­manna af mennt­un á há­skóla­stigi.

Vef­ur SUS. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert