Mikið af fíkniefnum fannst á Sauðárkróki

Frá Sauðárkróki.
Frá Sauðárkróki. mbl.is/Einar Falur

Umtalsvert magn af ætluðum fíkniefnum, ásamt neysluáhöldum, fannst þegar lögreglan á Sauðárkróki gerði húsleit í húsi í bænum aðfaranótt laugardags. Kona, sem býr í húsinu hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 25. september.

Fram kemur á vefnum Skagafirði.com, að lögreglan hafi staðfest að um fleiri en eina tegund efna væri að ræða og að ekki sé talið líklegt að efnin hafi verið ætluð til einkanota. 

Haft er eftir Stefáni Vagni Stefánssyni, yfirlögregluþjóni á Sauðárkróki, að þetta sé  mesta magn fíkniefna sem lögreglan á Sauðárkróki hafi gert upptækt í einni aðgerð og að samstarf lögregluembætta á Norðurlandi í fíkniefnamálum hafi  sannað ágæti sitt.

Húsleitin var gerð í kjölfar húsleitarheimildar frá Héraðsdómi Norðurlands vestra en  áður hafði undirbúningur og rannsókn málsins staðið yfir í nokkurn tíma.

Í framhaldi aðgerða lögreglu á Sauðárkrók var farið í húsleit á höfuðborgarsvæðinu þar sem einnig fundust fíkniefni ásamt vopnum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka