Tveir fyrstu til Litháen í vikunni

Fangelsið að Litla-Hrauni.
Fangelsið að Litla-Hrauni.

Tveir lit­háísk­ir karl­menn, sem nú sitja bak við lás og slá á Litla-Hrauni, verða vænt­an­lega send­ir til föður­lands síns í vik­unni þar sem þeir munu ljúka við afplán­un á dóm­um sem þeir hlutu hér á landi, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Fang­els­is­mála­stofn­un. Þetta eru fyrstu fang­arn­ir sem send­ir eru til Lit­há­ens sam­kvæmt sam­komu­lagi við þarlend stjórn­völd.

Lit­háísk stjórn­völd samþykktu í fe­brú­ar að Lit­há­ar sem dæmd­ir eru til refs­ing­ar hér á landi taki út refs­ingu sína í heimalandi falli þeir und­ir ákvæði samn­ings Evr­ópuráðsins um flutn­ing dæmdra manna.

Verið er að vinna að því að ljúka forms­atriðum til að hægt sé að flytja fimm aðra lit­háíska fanga.

Páll Win­kel, for­stjóri Fang­els­is­mála­stofn­un­ar, seg­ir að bú­ast megi við því að styttri tíma taki að af­greiða mál þeirra.

Lit­há­arn­ir tveir sem vænt­an­lega fara utan í vik­unni eiga, hvor um sig, eft­ir að afplána um fimm ár af sinni refs­ingu. run­arp@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert