Bogi Nils Bogason til Icelandair

Bogi Nils Bogason
Bogi Nils Bogason

Bogi Nils Bogason, viðskiptafræðingur, hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair Group.  Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að Hlynur Elísson, sem verið hefur framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair Group muni hverfa til annarra starfa innan félagsins.

Bogi Nils Bogason var endurskoðandi og meðeigandi hjá KPMG á árunum 1993-2004. Hann var framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandic Group á árunum 2004-2006 og hefur starfað sem framkvæmdastjóri fjármála hjá Askar Capital frá ársbyrjun 2007.
Bogi Nils er fæddur árið 1969 og er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og löggiltur endurskoðandi.

Hann er kvæntur Björk Unnarsdóttur, hjúkrunarfræðingi, og eiga þau þrjú börn. Hlynur Elísson, sem verið hefur framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group, mun hverfa til annarra starfa innan félagsins.

Bogi tekur til starfa þann 10. október.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert