Eldsvoði hjá verktaka

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti eldinn.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti eldinn. mbl.is/Árni Sæberg

Eldur kom upp í dráttarvélum og búnaði hjá garðverktaka við Kársnesbraut í Kópavogi um klukkan fjögur í nótt. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var eldurinn töluvert mikill á opnu svæði milli húsa.

Vel gekk að slökkva eldinn en á svæðinu geymir verktakinn mikið magn af vinnuvélum og tækjum og sagði varðstjóri að tjónið væri mikið. Enginn slasaðist en ekki er vitað um upptök eldsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert