Eldur kom upp í dráttarvélum og búnaði hjá garðverktaka við Kársnesbraut í Kópavogi um klukkan fjögur í nótt. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var eldurinn töluvert mikill á opnu svæði milli húsa.
Vel gekk að slökkva eldinn en á svæðinu geymir verktakinn mikið magn af vinnuvélum og tækjum og sagði varðstjóri að tjónið væri mikið. Enginn slasaðist en ekki er vitað um upptök eldsins.