Flókið borvélamál

mbl.is/Júlíus

Karlmaður hafði samband við lögreglu og greindi frá því að borvél hefði verið stolið frá honum og hann hefði séð hana auglýsta á vefnum barnalandi.is.  Lögregla fór til þess sem hafði auglýst borvélina og hann viðurkenndi að hafa farið inn í fyrirtæki í Þorlákshöfn og tekið borvélina. 

Að sögn lögreglunnar á Selfossi sagði maðurinn ástæðuna vera þá, að fyrirtækið, þar sem borvélin var skuldaði honum peninga. Maðurinn sagði síðan að í ljós hefði komið að borvélin hefði ekki hentað í verkefni hans og svo hitt að hann hefði uppgötvað að hann hefði farið húsavillt. 

Sá sem á að hafa skuldað manninum var í næsta húsi við hliðina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka