Hópslagsmál á Akureyri

Friðurinn var rofinn snemma dags á Akueyri
Friðurinn var rofinn snemma dags á Akueyri mbl.is/Margrét Þóra

Hópslagsmál brutust út á Akureyri í dag meðal skipverja af breskum togara sem stoppaði í bænum snemma morguns vegna viðgerða. Skipverjar virðast hafa gripið það tækifæri fegins hendi að hafa fast land undir fótum og fengið sér aðeins neðan í því þótt snemma væri dags, þar til upp úr sauð um hádegi.

Að sögn lögreglunnar á Akureyri lenti 8 mönnum saman og var þar af einn fluttur á slysadeild, en reyndist ekki illa meiddur. Hinir sjö voru fluttir á lögreglustöðina til skýrslutöku og voru þar af 5 látnir sofa úr sér og fá þeir að gista fangaklefana þar til skipið fer aftur út í kvöld.

Lögreglunni er ekki kunnugt um hvað olli því að upp úr sauð meðal mannanna, en mögulega hafi þeir misst sig aðeins í gleðskapnum vegna þess hve lengi þeir höfðu verið úti áður en til Íslands kom. Heldur óvenjulegt er að erlendir togarar stoppi við á Akureyri og þá ekki síður að hópslagsmál brjósist út fyrir hádegi á mánudegi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert