Hundblautar Ölfusréttir

Það var blautt í Ölfusréttum í dag og óvenju fátt.  Sá siður að staupa sig og syngja saman í réttunum er aflagður að mestu í Ölfusi. Halldór Guðmundsson bóndi á Nautavaði segir að það sé af ótta við sýslumanninn.  Núna koma yfirleitt bara bændur sem eiga kindurnar en fimm stórir fjárbændur eru í sveitinni auk fjölda frístundabænda.

Páll Auðar Þorláksson bóndi á Sandhóli glotti og sagðist ekki gefa upp hvorum hópnum hann tilheyrði enda taldi hann líklegt að útsendari frá skattinum væri á næstu grösum. Á Laugardag var réttað í Húsmúlarétt við Kolviðaról eftir að leitarmenn komu af fjalli. Seinni daginn var smalað frá Kolviðarhóli og austur í Ölfus. Féð sem var réttað í dag telur því innan við þúsund.  

Féð þótti koma feitt af fjalli og í dag var það líka blautt. Smalamenn úr Ölfusi fengu afleitt veður og nánast snjókomu á Hengilsvæðinu á laugardag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert