Neikvæðar afleiðingar fyrir hælisleitendur

Í Ytri Njarðvík búa hælisleitendur á gistiheimilinu Fit.
Í Ytri Njarðvík búa hælisleitendur á gistiheimilinu Fit. mbl.is/ÞÖK

Aðgerðir eins og þær sem lög­regla greip til á dval­ar­stöðum hæl­is­leit­enda í Reykja­nes­bæ fimmtu­dag­inn 11. sept­em­ber geta tví­mæla­laust haft nei­kvæðar af­leiðing­ar fyr­ir þá hæl­is­leit­end­ur sem hér bíða úr­lausn­ar sinna mála. Þetta seg­ir Atli Viðar Thor­sten­sen, verk­efna­stjóri hjá Rauða kross­in­um.

Rauði kross­inn ræddi í kjöl­far hús­leit­ar­inn­ar við alla hæl­is­leit­end­urna. „Okk­ur finnst til­efni til þess að fara mjög ít­ar­lega ofan í kjöl­inn á öllu mál­inu. Við erum far­in að und­ir­búa slíkt og ætl­um að fá ut­anaðkom­andi aðila til þess að rann­saka málið, ekki síst fram­kvæmd hús­leit­ar­inn­ar,“ seg­ir hann.

Í kring­um hús­leit­ina og í fram­haldi henn­ar hafi það brunnið við að hæl­is­leit­end­urn­ir hafi verið brenni­merkt­ir sem eins­leit­ur hóp­ur fólks sem hafi eitt­hvað að fela. Atli seg­ir að fram hafi komið í sam­töl­um við hæl­is­leit­end­urna að fólki finn­ist það mæta ákveðnum hindr­un­um og for­dóm­um í því sam­fé­lagi sem það býr í. „Fólk lýsti ótta yfir því að þetta gæti haft nei­kvæð áhrif á stöðu þess.“ Atli Viðar seg­ir að Rauða kross­in­um hafi ekki verið til­kynnt með form­leg­um hætti hvað hafi komið út úr hús­leit­inni. „En eft­ir því sem okk­ur virðist í fjöl­miðlum er full ástæða til þess að skoða það hvort til­efnið hafi verið það ríkt að það hafi þurft að fara í svona um­fangs­mikla hús­leit,“ seg­ir hann.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert