Óheimilt að auglýsa án sérstaks tilefnis

Óheimilt er að auglýsa embætti forstöðumanna laust til umsóknar við lok skipunartíma án sérstaks tilefnis, samkvæmt verklagsreglum ríkisstjórnarinnar. Þetta má lesa úr ræðu Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra sem hann hélt á fundi með forstöðumönnum ríkisstofnana í nóvember 2002. Engan fyrirvara má þó finna í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

„Þetta er túlkun fjármálaráðuneytis, „starfsmannastjórans“ innan ríkisstjórnar, og hún hefur ekki breyst,“ segir Björn sem hefur lengi haft þá skoðun að oftar eigi að auglýsa embætti. Í 2. málsgrein 23. greinar í fyrrnefndum lögum segir einvörðungu að tilkynna eigi embættismanni eigi síðar en sex mánuðum áður en skipunartími hans rennur út hvort embættið verði auglýst. Ekki kemur fram að sérstakt tilefni þurfi. „Lögin setja ákvörðuninni um að auglýsa engin skilyrði en á vettvangi ríkisstjórnar hefur verið mótuð sú regla sem ég hef lýst,“ segir Björn og vísar þar til ræðu sinnar.

Í ræðunni sagði Björn: „Niðurstaða ríkisstjórnarinnar varð engu að síður sú að það yrði að rökstyðja gagnvart viðkomandi embættismanni hvort tilefni væri til þess að auglýsa stöðu hans eða ekki. Með öðrum orðum er óheimilt að auglýsa embætti við lok fimm ára ráðningartíma án sérstaks tilefnis.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert