Ræða þarf starfstíma barna

mbl.is

Tæp­lega 90% barna dvelja sjö klukku­stund­ir eða leng­ur í leik­skól­um á degi hverj­um, og vitað er um börn sem dvelja mun leng­ur eða allt að níu klukku­stund­ir á dag. Viðveru­tími barna hef­ur lengst mikið á und­an­förn­um árum og tel­ur umboðsmaður barna nauðsyn­legt að huga að starfs­tíma barna í leik- og grunn­skól­um.

Umboðsmaður hef­ur sent mennta­málaráðherra bréf þar sem seg­ir að mik­il­vægt sé að umræða hefj­ist milli þeirra sem eiga hlut að máli, s.s. stjórn­valda, at­vinnu­rek­enda, for­eldra og skóla „með það að mark­miði að tryggja börn­um rétt til að fá notið bernsku sinn­ar og sam­skipta við for­eldra“.

Að mati umboðsmanns er um að ræða mik­il­vægt hags­muna­mál sem ekki er á færi hans eins að ráða fram úr. Aðkomu ólíkra aðila inn­an sam­fé­lags­ins þarf til.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert