Starfshópur skipaður um verklagslegur vegna eftirlýstra sakamanna

Ríkislögreglustjóri undirbýr setningu verklagsreglna til lögreglustjóra um eftirlýsingar sakamanna. Af því tilefni hefur verið ákveðið að skipa starfshóp undir forystu embættisins til þess að gera drög að slíkum verklagsreglum.

Starfshópinn skipa: Erla Kristín Árnadóttir lögfræðingur, Fangelsismálastofnun, Friðrík Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Hulda Elsa Björgvinsdóttir saksóknari, Ríkissaksóknara, Jón Pétur Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Smári Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, alþjóðadeild ríkislögreglustjóra, Thelma Cl. Þórðardóttir löglærður fulltrúi ríkislögreglustjóra og formaður starfshópsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert