Tala fyrir framboði Íslands

Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York
Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York

Geir H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra og Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra munu tala fyr­ir fram­boði Íslands til setu í ör­ygg­is­ráði Sam­einuðu þjóðanna í New York þessa vik­una. Þar fer nú fram svo­nefnd ráðherra­vika alls­herj­arþings SÞ, dag­ana 22. - 27. sept­em­ber, en alls­herj­arþingið sjálft verður sett á morg­un í 63. skiptið. 

Þar munu ráðherr­arn­ir hitta þjóðarleiðtoga og aðra ráðamenn sem sækja þingið. Á föstu­dag­inn mun for­sæt­is­ráðherra flytja aðalræðu fyr­ir Íslands hönd og funda eft­ir það með Ban Ki-moon, fram­kvæmda­stjóra SÞ.  Hann mun einnig leiða fund smærri ríkja um nýj­ar um­hverf­isógn­ir, miðviku­dag­inn 24. sept­em­ber og verður þann sama dag heiðurs­gest­ur við lok­un­ar­at­höfn verðbréfa­markaðar NAS­DAQ.
Þá mun for­sæt­is­ráðherra ávarpa fund um fram­kvæmd Þús­ald­ar­mark­miða SÞ fimmtu­dag­inn 25. sept­em­ber og eiga fundi með full­trú­um úr viðskipta­lífi og há­skól­um.

Ut­an­rík­is­ráðherra verður í dag einn aðalræðumanna á fundi UNI­FEM um mál­efni Afr­íku. Hún mun sækja fund ut­an­rík­is­ráðherra Norður­landa, sam­ráðsfund ut­an­rík­is­ráðherra At­lands­hafs­banda­lags­ins og sam­starfs­ríkja þess miðviku­dag­inn 25. sept­em­ber og leiða sér­stak­an fund kvenu­t­an­rík­is­ráðherra SÞ föstu­dag­inn 26. sept­em­ber.

Fram kem­ur á vef for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins að næstu vik­ur muni starf­semi Íslands á vett­vangi SÞ taka mið af því að tæp­ur mánuður er nú þar til gengið verður til kosn­inga í ör­ygg­is­ráðið. Fram­boð Íslands nýt­ur stuðnings alla Norður­landa og munu ráðherr­ar Dan­merk­ur, Finn­lands, Nor­egs og Svíþjóðar leggja fram­boðinu lið á alls­herj­arþing­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert