Umsókn landeigenda í Reykjahlíð vekur furðu ráðherra

Össur Skarphéðinsson segir að jarðhitinn sé takmarkaður í Mývatnssveit.
Össur Skarphéðinsson segir að jarðhitinn sé takmarkaður í Mývatnssveit. mbl.is/Dagur

Össur Skarp­héðins­son iðnaðarráðherra seg­ist furða sig á um­sókn land­eig­enda í Reykja­hlíð í Mý­vatns­sveit um rann­sókn­ar­leyfi og for­gang að nýt­ingu jarðvarma­orku í eign­ar­landi sínu. Land­eig­end­urn­ir vilja reisa nýja 50 meg­awatta virkj­un á Bjarnaflags­svæði.

Össur sagði í viðtali við RÚV að  ork­an á þess­um slóðum komi úr sama jarðorku­geym­in­um og Lands­virkj­un hyggst fram­leiða 90 meg­awött úr.

Ekki farið með rán­yrkju um jarðhit­ann

„Það er al­veg ljóst að það er ekki hægt að fara með neinni rán­yrkju gagn­vart jarðhit­an­um og það verða ekki meira en 90 meg­awött miðað við þær rann­sókn­ir sem liggja fyr­ir tekn­ar upp úr þess­um sama geymi," sagði Össur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert