Væntingar til samnings

Frá Akranesi.
Frá Akranesi. mbl.is/ÞÖK

Gríðarlegar væntingar eru hjá starfsmönnum Elkem Íslands og Klafa til nýs kjarasamnings. Trúnaðarmenn fyrirtækjanna funduðu með Samtökum atvinnulífsins fyrir helgi þar sem farið var yfir komandi kjaraviðræður.

Í frétt á vef Verkalýðsfélags Akraness segir að Vilhjálmur Birgisson formaður telji grundvöll fyrir umtalsverðri hækkun á þau fyrirtæki sem starfa í stóriðjugreinum, s.s. Elkem, Norðurál og Klafa. Er þá litið til gengisfallsins sem orðið hefur en tvö fyrrnefndu fyrirtækin selja afurðir sínar í erlendri mynt og verð á kísiljárni og áli hefur hækkað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert