Veitingastaðurinn Vox hefur verið tilnefndur fyrir Íslands hönd til heiðusrverðlauna í Norrænni matargerðarlist 2008. Í fréttatilkynningu frá norrænu ráðherranefndinni, sem veitir verðlaunin, segir að góður árangur hafi náðst við að kynna nýja norræna matargerðarlist með þessum hætti, bæði á Norðurlöndum sem annars staðar í heiminum.
Í ár er þema keppninnar samkeppnishæf, norræn framleiðsluþróun í matargerðarlist, heilbrigði og lífsgæði. Þeir sem tilnefndir eru eiga m.a. að auka norræna samkeppnishæfni með því að styrkja fjölbreytni í framboði á norrænu hráefni og matvælum, koma með framlag til uppbyggingar á strandsvæðum og landsvæðum með norrænan virðisauka í matvælaframleiðslu að markmiði og vinna að því að íbúar fái hollan mat sem stuðlar að auknum lífsgæðum.
Auk Vox voru eftirfarandi aðilar tilnefndir til heiðursverðlaunanna 2008:
Danmörk: Læsø Saltsyder
Finnland: Kasvis Galleria från Kuopio
Grænland: Veitingastaðurinn Nipisa í Nuuk
Noregur: Hanne Frosta, eigandi veitingastaðarins „På Hoyden“ í Bergen
Svíþjóð: Eldrimner
Álandseyjar: Överängs Hembageri & Kvarn