Ekkert sem útilokar evru

Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel.
Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. mbl.is/GSH

„Þeir sitja allir við sama keip og telja það pólitískt mjög langsótt að ætla sér þetta,“ segir Illugi Gunnarsson, annar formaður Evrópunefndar ríkisstjórnarinnar sem er nú stödd í Brussel. Evrumál voru rædd áfram í dag en fyrir liggur að pólitískur vilji embættismanna ESB er í besta falli mjög lítill.

„Okkur var alveg ljóst áður en við fórum hingað út hver viðbrögð manna hér yrðu,“ segir Illugi. „Á hinn bóginn hefur ekkert komið fram sem afsannar það mat Björns Bjarnasonar að það sé ekkert í lögum sambandsins sem útiloki þetta. Við höfum verið að skoða þennan lögfræðilega þátt og hvort þetta sé yfir höfuð möguleiki í stöðunni og þar hefur ekkert nýtt komið fram sem sýnir svart á hvít að svo sé ekki. Þetta yrði aftur á móti snúið og flókið, það er alveg ljóst, en ef það væri pólitískur vilji þá er allt hægt í þessu sambandi.“

Illugi leggur þó áherslu á að sendinefndinni hafi ekki verið ætlað að kanna það. „Þetta eru algjörlega fræðilega vangaveltur hérna. Íslenska krónan er okkar mynt og það hefur ekki komið til tals hér af neinni alvöru að breyta því. Enda liggur það fyrir að sá vandi sem við erum að fást við núna í efnahagslífinu verður ekki leystur með upptöku evru, það er bara ekki þannig.“

Sendinefndin mun á morgun funda með Joaquín Almunía sem fer með efnahagsmál ESB og heyra hans viðhorf um upptöku evru á Íslandi.
Auk evrunnar ræddi sendinefndin m.a. sjávarútvegsmál í dag á fundi með Reinhard Priebe, sem fer með mál Atlantshafs og norðurskautsins. Einnig átti nefndin hádegisverðarfund með fastafulltrúum Danmerkur, Austurríkis, Írlands og Bretlands í ESB.

Illugi Gunnarsson
Illugi Gunnarsson mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert