Erfiðir tímar í fluginu

mbl.is/Frikki

„Íslenskir atvinnuflugmenn sjá nú fram á einhverja hörðustu tíma í íslenskri flugsögu. Aldrei hefur jafnmörgum flugmönnum verið sagt upp störfum í einu vetfangi líkt og átt hefur sér stað að undanförnu hjá Icelandair,“ segir Elmar Gíslason ritstjóri Fréttabréfs FÍA, í ritstjórnargrein í nýútkomnu fréttabréfi.

Fram kemur, að Fréttabréfinu teljist til að 112 flugmenn horfi fram á atvinnumissi til lengri eða skemmri tíma, en það séu rúm 35% af flugmönnum á starfsaldurslista félagsins. Fyrstu uppsagnirnar tóku gildi strax í byrjun september og halda áfram fram eftir vetri.

Þá segir ennfremur, að segja megi að alls séu 169 stöðugildi í uppsögn, þar sem 57 flugstjórar hjá Icelandair muni lækka í tign í vetur og taka við störfum flugmanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Jakob Falur Kristinsson: Flug
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert