Fannst látin í Dóminíska lýðveldinu

Hrafnhildur Lilja Georgsdóttir.
Hrafnhildur Lilja Georgsdóttir.

Konan sem lést á Dóminíska lýðveldinu sl. sunnudag hét Hrafnhildur Lilja Georgsdóttir. Hún var fædd árið 1979. Hrafnhildur Lilja var ógift og barnlaus og á ferðalagi um heiminn, fór frá Íslandi í byrjum apríl til Ástralíu og þaðan til Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Óman en var búin að starfa á litlu hóteli á Dóminíska lýðveldinu síðan í júlí.

Samkvæmt heimildum mbl.is er ekki búið að staðfesta með hvaða hætti Hrafnhildur Lilja lést en lögreglan rannsakar nú málið. Hrafnhildur mun hafa stýrt litlu gistiheimili, sem ber nafnið Extreme og er í smábænum Cabarete á norðurströnd Dóminíska lýðveldisins.

Fram kemur í Listín Diario, stærsta dagblaðinu á Dóminíska Lýðveldinu, að lögregla hafi yfirheyrt þrjá starfsmenn gistiheimilisins. Haft er eftir Rafael Guillermo Guzmán Fermín, lögreglustjóra, að of snemmt sé að gefa út smáatriði varðandi rannsóknina sem sé á frumstigi en skurðir og áverkar hafi verið á hinni látnu. 

Engir gestir eru á gistiheimilinu og var það einungis rekið sem bar. Cabarete er þekktur staður meðal þeirra sem stunda sjóbretti með flugdreka.

Caborete er fábrotinn bær á norðurströnd eyjarinnar.
Caborete er fábrotinn bær á norðurströnd eyjarinnar. mbl.is/Andrés
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert