Hælisleitendur í viðtölum

mbl.is/Þorkell

„Það er verið að taka viðtöl og skoða mál þeirra,“ segir Haukur Guðmundsson, forstjóri Útlendingastofnunar, um hælisleitendurna sem gerð var húsleit hjá á Suðurnesjum í næstsíðustu viku.

Lögreglan hefur látið Útlendingastofnun hafa gögnin um málið og nú er verið að vinna í því að taka viðtöl við fólkið og kanna mál þess. Haukur segir þau hafa verið með viðtöl fyrir helgi og þau verði fleiri í þessari viku.

„Í einstökum tilvikum erum við búin að segja fólki að við ætlum ekki að greiða fyrir það kostnað í bili. Reykjanesbær ætlar þá að leyfa fólkinu að greiða sjálft það sem framfærslan kostar. Annars getur fólk bara farið á hótel ef það vill,“ segir hann. „Það hefur verið fullyrt að yfirvöld skuldi skýringar á þessum aðgerðum. Við erum búin að svara þessu og segja af hverju aðgerðin var gerð. Það var grunur um fölsuð skilríki og fólk var með furðulegar sögur um það af hverju það væri hér á landi. Reynslan hefur kennt okkur hvað þarf að gera.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert