Landssamband íslenskra útvegsmanna segir að talsmaður MSC (Marine Stewardship Council) hafi hótað íslenskum sjávarútvegi í viðtali á Stöð 2 í gærkvöldi og ekki sé nema von að mönnum detti mafía í hug.
LÍÚ bendir á að um nokkurt skeið hafi verið unnið að vottun ábyrgra veiða við Ísland. Leitað verði til óháðrar, alþjóðlegrar viðurkenndrar, faggiltrar vottunarstofnunar til að votta veiðarnar og það verði ekki MSC. Talsmaður MSC hafi sagt að íslenskur sjávarútvegur þurfi að óttast þá ákvörðun að undirgangast ekki vottun MSC.