Jóhann mun segja af sér

Jóhann Benediktsson.
Jóhann Benediktsson. Kristinn Ingvarsson

Jóhann R. Benediktsson ætlar að segja af sér sem lögreglustjóri á Suðurnesjum frá og með mánaðamótum samkvæmt heimildum mbl.is. Einnig er talið að fleiri yfirmenn hjá embættinu muni fylgja fordæmi Jóhanns og hætta.

Ástæðan mun vera óánægja vegna þeirrar ákvörðunar Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra að auglýsa stöðu lögreglustjóra lausa.

Jóhann hefur boðað fund með starfsmönnum embættisins á morgun og mun hann væntanlega kynna þessa ákvörðun sína við það tækifæri. Jóhann hefur gegnt embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum í 5 ár.

Á vef Víkurfrétta kom fram í dag að greina megi mikla undirliggjandi óánægju um öll Suðurnesin vegna ákvörðunar Björn Bjarnasonar um að auglýsa embættið og hafa m.a. rúmlega 800 manns lýst yfir stuðningi sínum við Jóhann á Facebook.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka