Landhelgisgæslan fái fjármagn

Farmanna- og fiskimannasamband Íslands hvetur stjórnvöld til þess að sjá til þess að Landhelgisgæslan fái nauðsynlegt rekstrarfé til að gegna því hlutverki sem henni er ætlað.

„Það er engan veginn ásættanlegt fyrir sjómenn að viðbrögð við háu olíuverði felist í því að binda varðskipin við bryggju. Sá valkostur ætti hreinlega ekki að koma til greina,“ segir í tilkynningu frá FFSÍ. „Spyrja má í framhaldi af þessari ákvörðun, hvernig hugsa þessir aðilar sér að reka flota LHG þegar komið verður nýtt og öflugt skip og ný flugvél ?“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert