Svo virðist, sem tekist hafi að útrýma mink á Tjörnesi en þar hefur ekki sést minkur frá því einn veiddist í gildru í október fyrir tæpu ári. Fram kemur á vef Tjörneshrepps, að sett hafi verið það markmið árið 2006 að gera Tjörnes minkalaust.
Gerður var samningur vorið 2006 við tvo minkaveiðimenn um veiðar á mink í Tjörneshreppi. Í vorleit það ár veiddust í grenjum 35 dýr, frá ágúst til áramóta veiddust í gildrur 20 dýr. Í vorleit 2007 fannst ekkert greni en í október það ár veiddist í gildru 1 dýr og síðan ekki söguna meir til dagsins í dag.