Risatankur valt í Grindavík

Risatankurinn í Grindavík.
Risatankurinn í Grindavík. Ljósmynd/Víkurfréttir

Risatankur sem átti að flytja frá Grindavík til Helguvíkur í kvöld og nótt valt af flutningavagni sínum. Tankurinn vegur rétt tæp 90 tonn og stöðvaðist á gámi við verkstæðishús á hafnarsvæðinu, þetta kemur fram á vef Víkurfrétta.

Sjónarvottar segja að minnstu hefði mátt muna að flutningabíllinn og tengivagninn hefðu oltið einnig. Hefði tankurinn oltið í aðra átt hefði hann getað hafnað á íbúðarhúsi.

Tankurinn, sem er 27 metrar á hæð, var lagður á hliðina á flutningavagn með krönum í dag og átti að flytja hann eftir krókaleiðum til Helguvíkur. Hann valt hinsvegar eftir um 2-300 metra ferð. Tankurinn er 12 metrar á hæð þegar hann liggur á flutningavagni og er því á við 3-4 hæða hús.

Slysstaðurinn hefur verið girtur af á meðan rannsókn stendur yfir. 

Síðasti tankur sem tekinn var við gömlu fiskimjölsverksmiðjuna í Grindavík sökk skömmu eftir aðhann var kominn úr innsiglingunni í Grindavík. Einn tankur bíður enn flutnings.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert