Sætir áfram gæslu vegna kynferðislegrar áreitni

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Þorkell

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði fyrir stundu karlmann á fimmtugsaldri í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. október vegna gruns um innbrot og kynferðislega áreitni við sex ára stúlku á heimili hennar á Grettisgötu um miðja nótt fyrr í þessum mánuði.


Atvik voru þau að húsráðendur vöknuðu skyndilega við ferðir ókunnugs manns inni á heimilinu og hröktu hann burt. Lögreglan fann manninn tveim dögum síðar og fékk hann úrskurðaðan í gæsluvarðhald til dagsins í dag. Gæsluvarðhaldið var þá til að verja rannsóknarhagsmuni en þegar lögreglan krafðist áframhaldandi gæslu, var krafan rökstudd með tilliti til almannahagsmuna. 

Um er að ræða íslenskan mann og lögreglan gefur ekki upp hvort hann er á sakaskrá. Lögreglan segir að maðurinn þekki ekkert til heimilisfólksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert