Spillingareinkunn Íslands lækkar

Stjórnarráð Íslands
Stjórnarráð Íslands mbl.is/Sverrir

Ísland er í 7. sæti á nýjum lista stofnunarinnar Transparency International þar sem lagt er mat á spillingu í stjórnsýslunni. Ísland var í efsta sæti á þessum lista ásamt Finnlandi fyrir tveimur árum en hefur síðan lækkað og einkunn landsins er nú 8,9, var 9,2 í fyrra.

Danmörk, Svíþjóð og Nýja-Sjáland fá hæstu einkunn stofnunarinnar sem þýðir að þar sé spillingin minnst.

Danmörk, Svíþjóð og Nýja-Sjáland fá einkunnina 9,3, Singapúr 9,2, Finnland og Sviss 9, Ísland 8,9 og Ástralía og Kanada 8,7. Athygli vekur, að Noregur fellur úr 9. sæti í það 14. Einnig vekur athygli, að Rússland er í 147. sæti og hefur ekki verið neðar frá árinu 2000. 

Alls eru  183 lönd á lista Transparency International. Lægst er Sómalía með einkunnina 1, síðan Írak og Búrma með 1,3, Haítí með 1,4, Afganistan með 1,5 og Súdan með 1,6. 

Heimasíða Transparency International

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert