Uppsagnir hjá Íslandspósti

Íslandspóstur hefur sagt upp tímavinnufólki á höfuðborgarsvæðinu sem vinnur við að keyra út póstsendingar á kvöldin. Um er að ræða um tíu manns, aðallega skólafólk. Að sögn Ágústu Hrundar Steinarsdóttur, forstöðumanns markaðs- og kynningardeildar, var ástæða uppsagnanna rekstrarhagræðing hjá fyrirtækinu. Enginn af umræddum starfsmönnum var með uppsagnarfrest.

Fyrirtækið mun grípa til þess ráðs að nýta betur það starfsfólk sem fyrir er hjá Íslandspósti til að keyra út sendingarnar. Ekki stendur til að láta fastráðna fólkið bæta á sig vinnu til að vinna störfin sem tímavinnufólkið innti af hendi.

Hjá Póstinum vinna að meðaltali um 1.300 starfsmenn í um 1.000 stöðugildum. Vinnustaðir fyrirtækisins eru um 88. Er mikil áhersla lögð á að aðbúnaður starfsmanna sé eins og best verður á kosið, þ.e. öryggi á vinnustöðum og ekki síst félagslegir þættir í starfsumhverfi, segir á heimasíðu Póstsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert