Döff-sýning í Þjóðleikhúsinu

Á föstudaginn verður í fyrsta skipti flutt döff-leiksýning í Þjóðleikhúsi Íslendinga, í flutningi leikhópsins Draumasmiðjunnar. Döff  er leikhús heyrnarlausra, sem byggir á menningu þeirra og máli, en á föstudaginn er verður dagur heyrnarlausra einmitt haldinn hátíðlegur um allan heim.

Verkið er íslenskt og frumflutt í Hafnarfjarðarleikhúsinu árið 2006 við góðar viðtökur. Það er flutt bæði á íslensku og á táknmáli og fjallar um mæðgur sem fara í viðtal, þar sem dóttirin er orðin fræg leikkona í útlöndum. Dóttirin er heyrnarlaus og móðirin talar ekki táknmál og því má segja að mæðgurnar hafi í raun aldrei talað saman, segir í fréttatilkynningu frá Draumasmiðjunni.

Aðeins verður sýnd þessi eina sýning, í Kúlunnni í Þjóðleikhúsinu, kl. 20 föstudaginn 26.september.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert