Döff-sýning í Þjóðleikhúsinu

Á föstu­dag­inn verður í fyrsta skipti flutt döff-leik­sýn­ing í Þjóðleik­húsi Íslend­inga, í flutn­ingi leik­hóps­ins Drauma­smiðjunn­ar. Döff  er leik­hús heyrn­ar­lausra, sem bygg­ir á menn­ingu þeirra og máli, en á föstu­dag­inn er verður dag­ur heyrn­ar­lausra ein­mitt hald­inn hátíðleg­ur um all­an heim.

Verkið er ís­lenskt og frum­flutt í Hafn­ar­fjarðarleik­hús­inu árið 2006 við góðar viðtök­ur. Það er flutt bæði á ís­lensku og á tákn­máli og fjall­ar um mæðgur sem fara í viðtal, þar sem dótt­ir­in er orðin fræg leik­kona í út­lönd­um. Dótt­ir­in er heyrn­ar­laus og móðirin tal­ar ekki tákn­mál og því má segja að mæðgurn­ar hafi í raun aldrei talað sam­an, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Drauma­smiðjunni.

Aðeins verður sýnd þessi eina sýn­ing, í Kúl­unnni í Þjóðleik­hús­inu, kl. 20 föstu­dag­inn 26.sept­em­ber.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka