Eldur, sem kom upp í húsi í Hnífsdal á níunda tímanum í morgun, stafaði af rafmagnsbilun en eldsupptökin hafa verið rakin til rafmagnsleiðslu í timburmillivegg. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en töluvert tjón varð vegna elds og reyks.
Heimilisfólk hafði farið í vinnu og skóla rúmlega klukkustundu áður en eldsins
varð vart. Það voru nágrannar sem urðu reyks varir frá húsinu og tilkynntu
til Neyðarlínunnar.