Fé bjargað úr hólmum

Bænd­ur í Hall­kelsstaðahlíð í Kol­bein­staðahreppi urðu um helg­ina að hringja í björg­un­ar­sveit­ina Elliða og fá þaðan bát til að bjarga kind­um í Hlíðar­vatni. Þar voru sex kind­ur í tveim­ur hólm­um komn­ar í hættu og var ann­ar hólm­ur­inn kom­inn á kaf.

Á frétta­vef Bænda­blaðsins er haft eft­ir Sigrúnu Ólafs­dótt­ur í Hlíð, að vatnið sé nú álíka vatns­mikið og í mestu vor­leys­ing­um. Vitað sé að a.m.k. fjór­ar kind­ur frá bæn­um hafi drukknað í vatna­vöxt­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert