Frjálslyndir í Reykjavík skora á Sigurjón

Sigurjón Þórðarson.
Sigurjón Þórðarson.

Stjórn kjördæmafélags Frjálslynda flokksins í Reykjavíkur norður hefur skorað á  Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi alþingismann, að gefa kost á sér til formennsku á landsþingi flokksins í janúar 2009.

Í tilkynningu segir, að Frjálslynda flokkurinn eigi gott sóknarfæri í næstu alþingiskosningum og  mikilvægt sé að kalla til forystu alla þá sem líklegastir séu til að taka með röggsemi á vandamálum flokksins og sameina krafta til sóknar.

„Við treystum engum betur til þess en Sigurjóni Þórðarsyni sem hefur reynslu og er í góðu sambandi við grasrót flokksins sem og forystu," segir í áskorun félagsins.

Stjórn Frjálslynda flokksins í Eyjafirði hefur áður skorað á Sigurjón að gefa kost á sér til formensku

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert