Heita vatnið hækkar um 9,7%

Orkuveita Reykjavíkur.
Orkuveita Reykjavíkur. mbl.is/ÞÖK

Iðnaðarráðherra hef­ur staðfest samþykkt stjórn­ar Orku­veitu Reykja­vík­ur um hækk­un á heita­vatns­gjaldi. Gjald­skrá­in hækk­ar um 9,7% og mega íbú­ar á veitu­svæði OR reikna með að hita­reikn­ing­ur meðal­íbúðar­inn­ar hækki um 300 krón­ur á mánuði frá 1. októ­ber. Hækk­un kostnaðar og fjár­fest­ing í nýrri hita­veitu frá Hell­is­heiði eru ástæður hækk­un­ar­inn­ar.

Stjórn Orku­veitu Reykja­vík­ur ákvað á fundi sín­um á föstu­dag að hækka verðið á hverj­um rúm­metra af heitu vatni úr 65,23 kr. í 71,56 kr. án virðis­auka­skatts. Iðnaðarráðuneytið hef­ur nú staðfest breyt­ing­una, seg­ir í til­kynn­ingu frá OR.

Þar seg­ir jafn­framt að gjald­skrár­breyt­ing­in sé sú fyrsta frá því Orku­veita Reykja­vík­ur lækkaði verð á heitu vatni 2005. Á síðustu 10 árum hef­ur vægi hús­hit­un­ar í vísi­tölu neyslu­verðs lækkað úr 2,5% árið 1995 í 1,0% árið 2008. Að teknu til­liti til þess og að Orku­veita Reykja­vík­ur þjón­ar um tveim­ur þriðju lands­manna eru áhrif þess­ar­ar 9,7% gjald­skrár­breyt­ing­ar á hækk­un neyslu­vísi­tölu 0,07%.

Meðal­íbúðin á höfuðborg­ar­svæðinu er um 110 fer­metr­ar að stærð. Miðað við al­genga notk­un í slíku hús­næði nem­ur hækk­un­in um 300 krón­um á mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert