Jóhann tilkynnti afsögn

Jóhann Benediktsson, Eyjólfur Kristjánsson Guðni Geir Jónsson og Ásgeir J. …
Jóhann Benediktsson, Eyjólfur Kristjánsson Guðni Geir Jónsson og Ásgeir J. Ásgeirsson koma til starfsmannafundarins í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Jó­hann R. Bene­dikts­son, lög­reglu- og toll­stjór­inn á Suður­nesj­um, hef­ur í dag óskað eft­ir því við dóms­málaráðuneytið að fá að hætta störf­um þann 1. októ­ber næst­kom­andi.  Jó­hann til­kynnti sam­starfs­fólki sínu þetta á starfs­manna­fundi í safnaðar­heim­ili Kefla­vík­ur­kirkju í dag.

Þá til­kynnti Jó­hann einnig að á und­an­förn­um vik­um hefðu þrír lyk­il­starfs­menn hjá embætt­inu einnig óskað eft­ir því að hverfa frá störf­um frá sama tíma. Það eru Eyj­ólf­ur Kristjáns­son staðgeng­ill hans, Guðni Geir Jóns­son fjár­mála­stjóri embætt­is­ins og Ásgeir J. Ásgeirs­son starfs­manna­stjóri þess.

Aðdrag­andi máls­ins er lang­ur, en ákveðin kafla­skipti urðu í mars sl. þegar dóms­málaráðherra til­kynnti að hann hygðist skipta embætt­inu upp. Sú ákvörðun ráðherra var fyr­ir­vara­laus og án nokk­urs sam­ráðs við fag- og stétt­ar­fé­lög eða yf­ir­stjórn  embætt­is­ins, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

„Ákvörðun ráðherra og aðdrag­andi henn­ar mætti mik­illi gagn­rýni bæði meðal starfs­manna embætt­is­ins og annarra og til­kynnti Jó­hann að hann myndi hann hætta störf­um ef af upp­skipt­ing­unni yrði. Frum­varp til breyt­inga á tolla­lög­um sem fól í sér fyrr­nefnda upp­skipt­ingu var stöðvað meðför­um Alþing­is.

Sam­skipti ráðuneyt­is­ins og embætt­is­ins hafa frá þeim tíma verið afar stirð. Embættið hef­ur á und­an­förn­um mánuðum lagt sig fram við að vinna mark­visst að lausn deil­unn­ar og mætt kröf­um ráðuneyt­is­ins um fjár­hags­lega aðgrein­ingu toll­gæslu, lög­reglu og ör­ygg­is­deild­ar meðan fag­leg yf­ir­stjórn þeirra yrði óbreytt. Sú vinna embætt­is­ins hef­ur ekki fengið hljóm­grunn inn­an ráðuneyt­is­ins.

Ítrekaðar til­raun­ir yf­ir­stjórn­ar embætt­is­ins til að bæta sam­skipti þess og ráðuneyt­is­ins hafa ekki borið ár­ang­ur og er nú svo komið að al­gjör trúnaðarbrest­ur er á milli aðila að mati embætt­is­ins. Við þær aðstæður er ljóst að embættið kem­ur ekki til með að njóta sann­mæl­is og sann­gjarnr­ar meðferðar inn­an ráðuneyt­is­ins. Því met­ur lög­reglu- og toll­stjóri stöðuna þannig að nýir stjórn­end­ur, þókn­an­leg­ir ráðuneyt­inu, verði að koma að embætt­inu. Þannig verði framtíð starfs­manna og starf­sem­inn­ar tryggð.

Með bréfi dag­settu 8. sept­em­ber sl. var lög­reglu- og toll­stjóra til­kynnt sú ákvörðun dóms­málaráðherra að staða hans yrði aug­lýst er skip­un­ar­tími hans renn­ur út þann 31. mars næst­kom­andi. For­send­ur þeirr­ar ákvörðunar voru fyrst kynnt­ar í fjöl­miðlum um nýliðna helgi. Þær skýr­ing­ar  eru  létt­væg­ar og  dæma sig sjálf­ar.

Lög­reglu- og toll­stjóri ósk­ar starfs­mönn­um og embætt­inu alls hins besta í framtíðinni og skor­ar á ráðamenn þjóðar­inn­ar að tryggja að það öfl­uga og giftu­sam­lega starf sem þar hef­ur verið unnið fái þann stuðning og skiln­ing sem það verðskuld­ar. Al­var­leg staða lög­gæsl­unn­ar í land­inu er veru­legt áhyggju­efni fyr­ir sam­fé­lagið allt og rót­tækra aðgerða þörf ef ekki á illa að fara,"  seg­ir í til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans.

Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum
Jó­hann R. Bene­dikts­son, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um mbl.is/​Júlí­us
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert