Landfyllingin bara hugmynd

Landfyllingin á Kársnesi gæti haft margvíslegar afleiðingar fyrir umhverfi Reykjavíkur
Landfyllingin á Kársnesi gæti haft margvíslegar afleiðingar fyrir umhverfi Reykjavíkur Árni Sæberg

Kópa­vogs­bær hef­ur sent frá sér eft­ir­far­andi frétta­til­kynn­ingu í fram­haldi af um­sögn um­hverf­is- og sam­göngu­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar um til­lögu að breyttu svæðis­skipu­lagi í tengsl­um við Kárs­nes og hafn­ar­svæði Kópa­vogs.  

„Kópa­vogs­bær [vek­ur] at­hygli á að um er að ræða ein­mitt til­lögu sem ekki hef­ur hlotið end­an­lega af­greiðslu.

Um­rædd skipu­lagstil­laga er á fyrsta stigi í lög­bundnu og um­fangs­miklu kynn­ing­ar­ferli.

Kópa­vogs­bær fagn­ar ábend­ing­um og at­huga­semd­um um skipu­lagstil­lög­ur sem að gagni mega koma og tek­ur til­lit til þeirra. Með hliðsjón af því verður farið vand­lega yfir um­sagn­ir ná­granna­sveit­ar­fé­lag­anna þegar og ef þær ber­ast.“

Um­hverf­is- og sam­göngu­svið Reykja­vík­ur sagði í gær ekki viðun­andi að eitt sveit­ar­fé­lag við Skerja­fjörð geti búið til land­fyll­ingu á sveit­ar­fé­laga­mörk­um sín­um án þessa að spyrja aðra, eins og lagt hafi verið til á Kárs­nesi í Kópa­vogi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert