Landfyllingin bara hugmynd

Landfyllingin á Kársnesi gæti haft margvíslegar afleiðingar fyrir umhverfi Reykjavíkur
Landfyllingin á Kársnesi gæti haft margvíslegar afleiðingar fyrir umhverfi Reykjavíkur Árni Sæberg

Kópavogsbær hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu í framhaldi af umsögn umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar um tillögu að breyttu svæðisskipulagi í tengslum við Kársnes og hafnarsvæði Kópavogs.  

„Kópavogsbær [vekur] athygli á að um er að ræða einmitt tillögu sem ekki hefur hlotið endanlega afgreiðslu.

Umrædd skipulagstillaga er á fyrsta stigi í lögbundnu og umfangsmiklu kynningarferli.

Kópavogsbær fagnar ábendingum og athugasemdum um skipulagstillögur sem að gagni mega koma og tekur tillit til þeirra. Með hliðsjón af því verður farið vandlega yfir umsagnir nágrannasveitarfélaganna þegar og ef þær berast.“

Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur sagði í gær ekki viðunandi að eitt sveitarfélag við Skerjafjörð geti búið til landfyllingu á sveitarfélagamörkum sínum án þessa að spyrja aðra, eins og lagt hafi verið til á Kársnesi í Kópavogi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert