Ósáttir við ákvörðun dómsmálaráðherra

Jóhann Benediktsson, Eyjólfur Kristjánsson Guðni Geir Jónsson og Ásgeir J. …
Jóhann Benediktsson, Eyjólfur Kristjánsson Guðni Geir Jónsson og Ásgeir J. Ásgeirsson koma til starfsmannafundarins í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Í framhaldi af starfsmannafundi sem haldinn var fyrr í dag þar sem Jóhann R. Benediktsson, lögreglu- og tollstjóri Suðurnesja, tilkynnti um uppsögn sína vilja félagar Lögreglufélags Suðurnesja senda frá sér eftirfarandi ályktun í framhaldi af fjölmennum félagsfundi:

 ,,Félagsmenn Lögreglufélags Suðurnesja eru ósáttir við ákvörðun dómsmálaráðherra um að auglýsa stöðu sitjandi lögreglustjóra lausa til umsóknar án nokkurs tilefnis. Teljum við mikilvægt að hagsmunafélög lögreglumanna, og aðrir sem láta sig málið varða, taki þessa ákvörðun til ítarlegrar skoðunar og kanni réttmæti hennar.   Um jafn mikilvæga starfssemi lögreglu og tollgæslu þarf að ríkja sátt og eining. Nauðsynlegt er að að slík starfsemi sé óháð duttlungum einstakra stjórnmálamanna .

Á meðal íbúa og lögreglumanna á Suðurnesjum hefur ríkt víðtæk sátt og ánægja með störf Jóhanns R. Benediktssonar og dapurt er að honum sé ekki gert fært að halda því góða starfi áfram. Jóhann hefur ætíð sýnt félags- og réttindamálum lögreglumanna á Suðurnesjum ótvíræðan og dyggilegan stuðning. Það er mikil eftirsjá af Jóhanni og við kunnum honum bestu þekkir fyrir vel unnin störf. Við óskum Jóhanni gæfu og góðs gengis á nýjum vettvangi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka