Íslenskir neytendur virðast taka lítið unnar kjötvörur fram yfir unnar vörur samhliða hækkandi matvælaverði og spara sér þar með þann kostnað sem leggst á við vinnsluna.
„Við finnum fyrir því að búðir og keðjur eru að leita að ódýrari lausnum fyrir fólk, minna unnum vörum og vörum sem er hagstæðara að kaupa í magninnkaupum eins og til dæmis súpukjöt og heila og hálfa skrokka,“ segir Gréta Björg Blængsdóttir, sölu- og markaðsstjóri hjá SS. Hún bætir við að fólk kjósi frekar að vinna sjálft úr hráefninu.
„Þetta er náttúrlega hagkvæmara. Ég tala nú ekki um ef maður getur keypt nokkurt magn af kjöti og sett það ofan í frystikistu, fremur en að maður sé alltaf að kaupa tilbúnar lausnir sem kosta heilan helling. Hver króna er orðin svo ofboðslega dýr,“ segir hún.
„Við erum að byrja á þessu en miðað við fyrirspurnir til sölumanna og okkar hér er þetta meiri áhugi en hefur verið mörg undanfarin ár,“ segir Hermann sem hefur skýringar á reiðum höndum. „Ég held að fólk viti að þetta er einhver alódýrasti matur sem það getur fundið,“ bætir hann við.