Selfoss færðist til í skjálftanum

Það voru ekki bara lausamunir sem færðust úr stað í …
Það voru ekki bara lausamunir sem færðust úr stað í suðurlandsskjálftanum mbl.is/Karitas

Mæla þarf land upp á nýtt eft­ir jarðskjálft­ana í maí þar sem mælipunkt­ar færðust til í at­gang­in­um. Á frétt­asíðunni Suður­glugg­an­um seg­ir að Sel­foss hafi færst til suð-aust­urs um 17 cm og hækkað um 6 cm. Unnið er að end­ur­mæl­ing­um  að sögn Páls Bjarna­son­ar, tækni­fræðings hjá Verk­fræðistofu Suður­lands.

Á næstu vik­um verða GPS land­mæl­inga­tæki notuð til að mæla upp aft­ur, leiðrétta og safna gögn­um í sam­vinnu Land­mæl­ing­ar Íslands, Vega­gerðar­inn­ar, sveit­ar­fé­lag­anna ofl.

Í sam­tali við Suður­glugg­ann seg­ir Páll að til­færsl­an geti verið heil­mikið, en þó ekk­ert sem fólk finni beint fyr­ir. „Þetta gerðist líka eft­ir skjálft­ana árið 2000, en þá gekk færsl­an sem var um 10 cm á Sel­fossi að hluta til baka. Í skjálftun­um í vor færðist Sel­foss til um 17 cm til suð-aust­urs og hækkaði um 6 cm, en Hvera­gerði fræðist um 14 cm til norð-aust­urs. En þetta mun senni­lega ganga að ein­hverju leyti til baka eins og árið 2000.“

All­ar þess­ar færsl­ur eru mæld­ar út frá mælipunkti í Reykja­vík. Mælipunkt­ar í Árborg, Ölfusi og Hvera­gerði hafa alilr hnik­ast mikið til. Páll seg­ir að mis­mun­ar­ins gæti mun meira í Hvera­gerði, nær upp­tök­um skjálft­anna, en á Sel­fossi eða Þor­láks­höfn. Bæði geti verið um landris og land­sig að ræða og nauðsyn­legt að skoða breyt­ing­arn­ar vegna yf­ir­stand­andi fram­kvæmda og mæl­inga lóðamarka.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka