Starfar ekki lengur hjá World Class

Líkamsræktarstöðin World Class hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir, að einstaklingur, sem fjallað hefur verið um í tengslum við sjónvarpsþáttinn Kompás að undanförnu, starfi þar ekki lengur.

Yfirlýsingin er eftirfarandi: 
 
„Vegna umræðu sem orðið hefur í kjölfar sjónvarpsþáttarins Kompáss sem sýndur var sl. sunnudagskvöld vilja eigendur heilsuræktarstöðvarinnar World Class koma eftirfarandi á framfæri:
 
Sá einstaklingur sem fjallað hefur verið um í tengslum við umræddan sjónvarpsþátt starfar ekki lengur hjá World Class.
 
World Class gengur ávallt úr skugga um að þeir ráðnir eru til starfa séu heiðarlegir og ábyggilegir einstaklingar. Er meðal annars krafist sakavottorðs. Umræða síðustu daga undirstrikar nauðsyn þess að hvergi verði slakað á í þessum efnum. "
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka