Þyngri dómar-færri fangaklefar

Erlendur Baldursson afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun segir að þingmenn þyngi óhikað refsingar en þegar komi að fjárveitingum til fangelsismála hafi hinsvegar gegnt öðru máli. Á meðan dómar séu sífellt að þyngjast þurfi að koma til fleiri fangelsispláss.

Hann segist bjartsýnn og hafa fulla trú á því að málin leysist en í augnablikinu megi líkja fangelsismálum við átta manna fjölskyldu sem ferðist um á fimm manna bíl. Fangelsyfirvöldl fái ákveðinn fjölda fangelsisára sem þurfi að fullnusta á hverju ári Árið 2006 hafi þau verið 220, en rúmlega 300 í fyrra. Í ár stefni svo í að enn eitt metið verði slegið án þess að fangelsisplássum hafi fjölgað. Það stefni semsagt í mikið óefni ef ekkert verði að gert.

Hann  segist ekki telja að menn séu farnir að gefa afslátt af mannréttindum fanga við þessar aðstæður en það megi ekki miklu muna.  Það sé heimilt samkvæmt lögum að fangar tvímenni í klefa þegar sérstakar ástæður mæli með því. Það megi þó ekki vera viðvarandi ástand. Eitt af því sem gerir fangelsisyfirvöldum enn erfiðara um vik en ella er mikill fjöldi útlendinga. Þriðjungur fanga á Litla Hrauni eru útlendingar og það kallar á annarskonar og dýrari úrræði, meðal annars samskipti milli landa, meiri pappírsvinnu og túlkaþjónustu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert