Utanríkisráðherra veiktist

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. mbl.is/Frikki

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráðherra, veikt­ist í fyrra­dag á Alls­herj­arþingi Sam­einuðu þjóðanna í New York og varð að hætta þátt­töku í pall­borðsum­ræðum þar sem hún var með fram­sögu um þró­un­ar­sam­vinnu og kon­ur í Afr­íku. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ing­um frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu.

Að lækn­is­ráði var ut­an­rík­is­ráðherra færð til rann­sókna á Mount Sinai sjúkra­húsið þar sem or­sök­in fannst en í ljós kom lítið góðkynja mein í höfði. Meðhöndla þarf meinið og verður það gert á næstu dög­um og vik­um. Ráðherra mun engu að síður taka þátt í dag­skrá í tengsl­um við alls­herj­arþingið.

Lækn­ar telja ekki þörf á langri fjar­veru ráðherra frá vinnu vegna þessa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert