Utanríkisráðherra veiktist

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. mbl.is/Frikki

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, veiktist í fyrradag á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York og varð að hætta þátttöku í pallborðsumræðum þar sem hún var með framsögu um þróunarsamvinnu og konur í Afríku. Þetta kemur fram í fréttatilkynningum frá utanríkisráðuneytinu.

Að læknisráði var utanríkisráðherra færð til rannsókna á Mount Sinai sjúkrahúsið þar sem orsökin fannst en í ljós kom lítið góðkynja mein í höfði. Meðhöndla þarf meinið og verður það gert á næstu dögum og vikum. Ráðherra mun engu að síður taka þátt í dagskrá í tengslum við allsherjarþingið.

Læknar telja ekki þörf á langri fjarveru ráðherra frá vinnu vegna þessa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka