Alvarlegt bílslys í Borgarfirði

Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. mbl.is

Alvarlegt umferðarslys varð í Borgarbyggð um hálfþrjúleytið í dag þegar bifreið fór út af vegi við bæinn Refstað í Hálsasveit. Bíllinn valt ekki en lenti í vegkanti eftir nokkuð hátt fall fram af vegi og er ökumaður talsvert mikið slasaður, að sögn lögreglunnar í Borgarnesi.

Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Ekki er vitað um tildrög slyssins að svo stöddu en lögregla rannsakar þau. Maðurinn var einn í bílnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka