Alvarlegt bílslys í Borgarfirði

Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. mbl.is

Al­var­legt um­ferðarslys varð í Borg­ar­byggð um hálfþrjú­leytið í dag þegar bif­reið fór út af vegi við bæ­inn Refstað í Hálsa­sveit. Bíll­inn valt ekki en lenti í veg­kanti eft­ir nokkuð hátt fall fram af vegi og er ökumaður tals­vert mikið slasaður, að sögn lög­regl­unn­ar í Borg­ar­nesi.

Hann var flutt­ur með þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar á slysa­deild Land­spít­al­ans í Foss­vogi. Ekki er vitað um til­drög slyss­ins að svo stöddu en lög­regla rann­sak­ar þau. Maður­inn var einn í bíln­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert