Bæjarráð Kópavogs mótmælir gjaldskrárhækkun OR

Horft yfir Kópavog.
Horft yfir Kópavog. mbl.is/Árni Sæberg

Bæj­ar­ráð Kópa­vogs mót­mæl­ir harðlega ákvörðun stjórn­ar Orku­veitu Reykja­vík­ur um 10% hækk­un á heita­vatns­gjaldi. Hækk­un­in er sem olía á verðbólgu­bál og kem­ur því á versta tíma. Þetta kem­ur fram í álykt­un­ar­til­lögu sem bæj­ar­ráð Kópa­vogs samþykkti ein­róma í dag.

Fram kem­ur í til­lög­unni að það skjóti „skökku við að hækk­un­in skuli rök­studd með vís­an til fjár­fest­inga Orku­veit­unn­ar en það geti vart hafa verið ætl­un­in að þær myndu leiða til slíkra verðhækk­ana hjá al­menn­ingi. Bæj­ar­ráð Kópa­vogs skor­ar á eig­end­ur Orku­veit­unn­ar, þar sem Reykja­vík­ur­borg fer með lang­stærst­an eign­ar­hlut, að end­ur­skoða ákvörðun­ina,“ seg­ir í álykt­un­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert