Baksvið: Sagan bak við deiluna á Suðurnesjum

Jóhann Benediktsson, lögreglustjóri ásamt samstarfsmönnum sínu, Eyjólfi Kristjánssyni, Guðna Geir …
Jóhann Benediktsson, lögreglustjóri ásamt samstarfsmönnum sínu, Eyjólfi Kristjánssyni, Guðna Geir Jónssyni og Ásgeiri J. Ásgeirssyni sem ákveðið hafa að láta af störfum með honum. mbl.is/Árni Sæberg

Ákvörðun dóms­málaráðherra Björn Bjarna­son­ar um skipu­lags­breyt­ing­ar hjá lög­reglu­stjóra­embætt­inu á Suður­nesj­um hef­ur verið um­deild og hef­ur nú lyktað með því að Jó­hann Bene­dikts­son, lög­reglu­stjóri, hef­ur ásamt þrem­ur öðrum lyk­il­starfs­mönn­um hjá embætt­inu óskað eft­ir lausn frá störf­um frá og með næstu mánaðamót­um.

Málið á sér all­lang­an aðdrag­anda og hér á eft­ir er stiklað á stóru í þessu máli eins og það hef­ur komið fyr­ir í frétt­um og um­fjöll­um í miðlum Árvak­urs, þ.e. Morg­un­blaðinu, 24 stund­um og mbl. is á liðnum miss­er­um:

4. sept­em­ber 2006 - Lög­regl­an og Toll­gæsl­an þurfa aukn­ar heim­ild­ir, mann­skap og fjár­muni til að berj­ast gegn og upp­ræta sölu- og dreifi­kerfi fíkni­efna­sala hér á landi, að sögn Jó­hanns R. Bene­dikts­son­ar, sýslu­manns á Kefla­vík­ur­flug­velli. Hann tel­ur að glæpa­hóp­ur frá Lit­há­en hafi skotið rót­um hér á landi og stundi inn­flutn­ing, dreif­ingu og fram­leiðslu am­feta­míns.

„Við höf­um ekki náð að upp­ræta sölu- og dreifi­kerfið. Við höf­um ekki náð fjölda­hand­tök­um á þeim sem dreifa efn­un­um. Það hlýt­ur að þurfa til að við upp­ræt­um þetta krabba­mein að við náum til allra þátta þess­ar­ar starf­semi og þar held ég að sé verk að vinna,“ seg­ir Jó­hann.

„Þótt þetta séu óþægi­leg­ar staðreynd­ir sem við okk­ur blasa í þessu máli, þá á þessi þróun sér stað og við þurf­um að berj­ast gegn henni með öll­um ráðum,“ seg­ir Jó­hann. Spurður hvað fel­ist í aukn­um heim­ild­um, seg­ist Jó­hann meðal ann­ars vilja að lög­regl­an fái með skjót­ari hætti heim­ild­ir til hler­un­ar og efla tækja­búnað og getu til að fylgj­ast með hóp­um sem tald­ir eru skipu­lagðir glæpa­hóp­ar. Lög­reglu- og toll­gæslu­yf­ir­völd hafa það sem af er ár­inu í þrígang stöðvað til­raun­ir Lit­háa til að smygla miklu magni af am­feta­míni til lands­ins og seg­ir Jó­hann þekkt í fíkni­efna­heim­in­um að svona miklu magni sé ekki smyglað nema menn geti komið því í verð. Jó­hann tel­ur að sá hóp­ur sem standi að baki smygl­tilraun­un­um sé vel skipu­lagður og hafi komið sér upp kerfi hér á landi.

5. sept­em­ber 2006 - Björn Bjarna­son dóms­málaráðherra tel­ur allt benda til þess að skipu­lagður glæpa­hóp­ur frá Lit­há­en hafi skotið rót­um hér á landi.

Hann tek­ur því und­ir orð Jó­hanns R. Bene­dikts­son­ar sýslu­manns á Kefla­vík­ur­flug­velli um þetta efni.

„Ég hef í ræðu og riti varað við því und­an­far­in ár, að við yrðum að búa lög­reglu og toll­gæslu und­ir að hér mundu alþjóðleg­ir glæpa­hring­ir leit­ast við að skjóta rót­um. Og fyr­ir nokkru lýsti ég sömu skoðun og sýslumaður­inn á Kefla­vík­ur­flug­velli,“ sagði Björn.

„Ég hef hvatt lög­regl­una til að taka á þess­um mál­um á þann veg, að um slíka starf­semi sé að ræða. Við sjá­um nú, að fjöldi Lit­háa hef­ur verið hand­tek­inn und­an­farna mánuði, sem staðfest­ir að toll­verðir og lög­reglu­menn hafa ekki látið sitt eft­ir liggja við landa­mæra­vörsl­una,“ seg­ir Björn.

Hátt­sett­ur heim­ild­armaður inn­an lög­regl­unn­ar sagði að í svo­kölluðu lík­fund­ar­máli á Nes­kaupstað, sem upp kom í fe­brú­ar 2004, hefðu komið fram viss­ar vís­bend­ing­ar um skipu­lag inn­flutn­ings á am­feta­míni frá Lit­há­en.

Ljóst væri að um skipu­leg­an inn­flutn­ing væri að ræða, en eng­in ástæða væri til að ótt­ast það neitt frek­ar en þegar Íslend­ing­ar settu sig í sam­band við er­lenda aðila og flyttu efni hingað til lands, eins og tíðkast hefði í gegn­um tíðina.

30. janú­ar 2007 - „Mik­il orka leys­ist úr læðingi við sam­ein­ingu þess­ara tveggja liða," sagði Jó­hann R. Bene­dikts­son, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, við at­höfn í lög­reglu­stöðinni í Kefla­vík þegar Björn Bjarna­son dóms­málaráðherra staðfesti til bráðabirgða skipu­rit nýs lög­reglu­embætt­is. Lög­regl­an á Suður­nesj­um varð til um ára­mót með sam­ein­ingu lög­regl­unn­ar í Kefla­vík og lög­regl­unn­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Tvö lög­reglulið voru á Suður­nesj­um. Lög­regl­an í Kefla­vík sem sýslumaður­inn í Kefla­vík stjórnaði og heyrði und­ir dóms­málaráðuneytið og lög­regl­an á Kefla­vík­ur­flug­velli sem sýslumaður­inn á Kefla­vík­ur­velli stjórnaði og féll und­ir ut­an­rík­is­ráðuneytið.  Jó­hann R. Bene­dikts­son sem var sýslumaður á Kefla­vík­ur­flug­velli tók við stjórn hins sam­einaða liðs. Við at­höfn­ina í gær sagði dóms­málaráðherra frá aðdrag­anda þess­ara breyt­inga. Hann rifjaði það upp að margt hefði breyst frá því unnið var að laga­setn­ingu um ný­skip­an lög­reglu­mála fyr­ir ári og nefndi sér­stak­lega brott­för varn­ar­liðsins og þar með að varn­ar­svæði heyri nú sög­unni til.

Íbúar á Suður­nesj­um eiga að verða var­ir við öfl­ugri lög­gæslu, að sögn Jó­hanns. Þannig verður grennd­ar­lög­gæsla efld og sýni­leiki lög­reglu auk­inn. Jó­hann nefn­ir í því sam­bandi að lög­reglu­bif­reiðum verði fjölgað úr átta í tíu auk þess sem tvö bif­hjól bæt­ist í flot­ann. Til­raun verður gerð með að hafa lög­reglu­menn eina við eft­ir­lit á bíl­um. Lög­regla verður meira við á lög­reglu­v­arðstöðinni í Grinda­vík, sér­stak­lega um helg­ar. Þá verða opnaðar lög­reglu­v­arðstof­ur í Sand­gerði, Garði og Vog­um. Er það gert í sam­vinnu við sveit­ar­fé­lög­in sem leggja til hús­næðið.

Þá verður rann­sókna­deild efld með því að bæta þar við að minnsta kosti tveim­ur mönn­um og verða þeir ell­efu. Sett verður upp fíkni­efnateymi með fjór­um mönn­um en einn lög­reglumaður hef­ur sinnt þeim verk­efn­um til þessa. Jafn­framt vakti lög­reglu­stjór­inn at­hygli á því að toll­gæsl­an á Suður­nesj­um væri einnig und­ir hans stjórn, hún væri öfl­ugt fíkni­efnateymi og sam­starfið yrði aukið. Sagði Jó­hann að til at­hug­un­ar væri að rann­saka fleiri fíkni­efna­mál sem upp kæmu í flug­stöðinni á Kefla­vík­ur­flug­velli hjá lög­regl­unni á Suður­nesj­um.

12. mars 2007 - „Við von­um að meint­ir brota­menn festi sér þetta kvöld í minni því þetta á eft­ir að end­ur­taka sig,“ seg­ir Jó­hann R. Bene­dikts­son sem er lög­reglu­stjóri Suður­nesja. Um helg­ina gerðu lög­reglu­yf­ir­völd um­fangs­mikla rass­íu í fíkni­efna­mál­um á svæðinu.

„Við sam­ein­ingu embætta toll­stjóra og lög­reglu á Suður­nesj­um mynd­ast auk­inn slag­kraft­ur og það er auðveld­ara á all­an hátt að skipu­leggja svona stærri aðgerðir," seg­ir Jó­hann. Auk þess sé nú verið að þétta sam­starf við sér­sveit og grein­ing­ar­deild Rík­is­lög­reglu­stjóra en aðgerðir fóru fram í sam­starfi við þær. "Við erum ein­fald­lega að herða okk­ur í bar­áttu gegn sölu og dreif­ingu fíkni­efna á Suður­nesj­um."

Um var að ræða al­hliða aðgerðir á öllu svæðinu en alls tóku 36 lög­reglu­menn, fjór­ir toll­verðir og tveir fíkni­efna­hund­ar þátt í þeim. Farið var í sex hús­leit­ir og þar af voru fimm fram­kvæmd­ar á sama tíma á laug­ar­dags­kvöld. Í öll­um til­fell­um fund­ust fíkni­efni; sam­tals 135 grömm af hassi, 65 grömm af hvítu efni og 10 e-pill­ur. „Þetta var ár­ang­ur um­fram vænt­ing­ar, jafn­vel þótt við hefðum rök­studd­an grun um að allt þetta fólk tengd­ist notk­un, sölu og dreif­ingu fíkni­efna," seg­ir Jó­hann. Einnig var eft­ir­lit hert og farið í mark­viss­ar aðgerðir á skemmtistöðum þar sem leitað var á tutt­ugu manns og fund­ust tvö grömm af am­feta­míni á ein­um.

All­ir sem við sögu komu í hús­leit­um eiga af­brota­fer­il að baki. Spurður um tengsl við ann­ars kon­ar glæp­a­starf­semi seg­ir Jó­hann að sjald­an sé ein bár­an stök í þess­um efn­um. Fólk teng­ist oft ann­ars kon­ar glæp­um, svo sem þjófnaði og pen­ingaþvætti auk þess sem vændi hafi löng­um verið fylgi­fisk­ur mik­ill­ar neyslu ungra kvenna.

17. ág­úst 2007 - Fjár­hags­vandi Sýslu­mann­sembætt­is­ins á Kefla­vík­ur­flug­velli hef­ur verið þekkt­ur um hríð. Halli var á rekstri embætt­is­ins upp á 59 millj­ón­ir í fyrra og upp­safnaður halli frá fyrri árum var 148 millj­ón­ir um ára­mót (var 89 millj­ón­ir árið á und­an). Rík­is­end­ur­skoðun tek­ur fram að marg­vís­leg­ar ástæður séu fyr­ir þess­um vanda. Fjölg­un flug­f­arþega hef­ur aukið um­svif­in, fjölgað verk­efn­um og kröf­um um ör­yggi sem kalla á meiri fjár­út­lát án þess að feng­ist hafi fjár­veit­ing­ar til að standa und­ir þeim. Brott­hvarf varn­ar­liðsins er að mati sýslu­manns talið hafa kostað embættið 77 millj­ón­ir kr.

„Ég ber ábyrgðina á rekstr­in­um og get ekki skýlt mér á bak við neinn hvað það varðar en hins veg­ar eru mjög flókn­ar ástæður sem liggja að baki þess­ari stöðu,“ seg­ir Jó­hann R. Bene­dikts­son, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um. „Þetta mál hef­ur verið ít­ar­lega rætt á öll­um stig­um stjórn­sýsl­unn­ar og á milli margra ráðuneyta. Mönn­um eru kunn­ar staðreynd­ir á borð við gíf­ur­leg­an vöxt verk­efna á Kefla­vík­ur­flug­velli og jafn­framt vita menn að það tek­ur tíma fyr­ir stjórn­sýsl­una að vinna úr niður­stöðunni eft­ir brott­hvarf varn­ar­liðsins.

Nýtt embætti lög­regl­unn­ar og toll­gæsl­unn­ar á Suður­nesj­um tók til starfa um sein­ustu ára­mót. Björn Bjarna­son dóms­málaráðherra vinn­ur með mjög skipu­leg­um hætti úr þeirri stöðu sem við blas­ir og niðurstaða úr þeirri vinnu mun von­andi liggja fyr­ir mjög fljót­lega.“

17. októ­ber 2007 - Ell­efu lög­reglu­nem­ar sem hafa starfað hjá lög­regl­unni á Suður­nesj­um síðustu mánuði fara aft­ur í Lög­reglu­skól­ann um ára­mót. Þar sem eng­inn lög­reglu­nemi kem­ur í þeirra stað fyrr en í fyrsta lagi í maí verður lög­regl­an á Suður­nesj­um veru­lega und­ir­mönnuð þangað til.

„Það kem­ur mjög illa við okk­ur að missa ell­efu nema um ára­mót­in. Og það bæt­ist við að við erum í sömu stöðu og önn­ur embætti að því leyti að okk­ur vant­ar til­finn­an­lega menntaða lög­reglu­menn," sagði Jó­hann R. Bene­dikts­son, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um.

Ástandið verður erfitt fram í maí þegar næst verður út­skrifað úr Lög­reglu­skól­an­um en Jó­hann von­ast til að þá komi ný­út­skrifaðir lög­reglu­menn til starfa hjá embætt­inu auk fimm lög­reglu­nema. Jó­hann sagði að verið væri að fara yfir hvernig brugðist yrði við en m.a. mætti gera ráð fyr­ir að all­ir yf­ir­menn sem fram að þessu hefðu ekki gengið vakt­ir, yrðu að taka vakt­ir um helg­ar, þ.m.t. hann sjálf­ur og aðstoðarlög­reglu­stjór­inn. Jafn­framt yrði embættið að reyna að fá af­leys­inga­menn til starfa og auka tíma­bundið sam­starf deilda, þ.ám. sam­starf toll­gæslu og lög­reglu. 

VANT­AR 15 UM ÁRAMÓT

Hjá lög­regl­unni á Suður­nesj­um starfa nú 73 lög­reglu­menn og þegar nem­arn­ir eru tald­ir með eru þeir alls 84. Þrátt fyr­ir liðsinni nem­anna er embættið þó ekki full­mannað lög­reglu­mönn­um ef miðað er við þann fjölda sem var við störf þegar embætt­in á Suður­nesj­um voru sam­einuð. Fjóra lög­reglu­menn vant­ar til embætt­is­ins, við nú­ver­andi aðstæður, en þegar nem­arn­ir fara í skól­ann um ára­mót mun embættið vanta 15 lög­reglu­menn.

Lög­reglu­nem­arn­ir starfa all­ir í al­mennri deild. Aðspurður sagði Jó­hann að á vakt hjá al­mennri deild ættu að vera 12 lög­reglu­menn en vegna mann­eklunn­ar hefðu 7-9 verið á hverri vakt.

29. mars 2008 - Eyj­ólf­ur Kristjáns­son, yf­ir­lög­fræðing­ur lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­um, tel­ur úti­lokað að með skipt­ingu lög­reglu­embætt­is­ins í þrennt verði hægt að spara fjár­muni eða auka skil­virkni, held­ur muni út­gjöld vegna toll­gæslu og lög­gæslu þvert á móti aukast. Dóms­málaráðuneytið hafi vitað að fjár­heim­ild­ir dygðu ekki fyr­ir út­gjöld­um embætt­is­ins árið 2008 og því hefði ekki átt að koma á óvart að embættið óskaði eft­ir 210 millj­ón­um í aukið rekstr­ar­fé.

Dóms­málaráðuneytið til­kynnti um skipu­lags­breyt­ing­arn­ar hinn 19. mars, dag­inn fyr­ir skír­dag. Sam­kvæmt ákvörðun ráðherra verður toll­gæsla á for­ræði fjár­málaráðherra, ör­ygg­is­gæsla á for­ræði sam­gönguráðherra en lög­gæsla og landa­mæra­gæsla áfram á for­ræði lög­reglu­stjór­ans og dóms­málaráðuneyt­is­ins. 

 VILDU SPARA 210 MILLJÓNIR Í VIÐBÓT

Embætti lög­reglu­stjór­ans lagði fram rekstr­aráætl­un fyr­ir árið 2008 hinn 11. fe­brú­ar eft­ir langa og stranga meðgöngu. Í bréfi frá ráðuneyt­inu 4. mars seg­ist ráðuneytið ekki fall­ast á rekstr­aráætl­un­ina og benti sér­stak­lega á að þær for­send­ur sem embættið gæfi sér fyr­ir viðbótar­fjárveit­ing­um væru ekki til staðar. Embætti lög­reglu­stjór­ans óskaði ann­ars veg­ar eft­ir 86,4 millj­ón­um vegna tekjutaps í kjöl­far brott­hvarfs hers­ins og hins veg­ar eft­ir 123,5 millj­óna viðbótar­fjárveit­ingu vegna vísi­tölu­hækk­un­ar ör­ygg­is­gjalds. Ráðuneytið sagði að þannig mætti gera ráð fyr­ir að fjár­veit­ing­um að fjár­hæð 210 millj­ón­ir væri ofaukið í rekstr­aráætl­un­inni. Þar að auki væri gert ráð fyr­ir fjölg­un lög­reglu­manna, toll­v­arða og ör­ygg­is­varða frá því sem nú er o.fl.

Ráðuneytið gaf embætt­inu frest til 10. mars, sex daga, til að koma með nýja áætl­un. Þann dag áttu Jó­hann R. Bene­dikts­son lög­reglu­stjóri og Björn Bjarna­son dóms­málaráðherra fund um málið ásamt starfs­mönn­um sín­um en eng­in lausn náðist þar því níu dög­um síðar til­kynnti dóms­málaráðuneytið að embætt­inu yrði skipt upp.

Björn Bjarna­son er í op­in­ber­um er­inda­gjörðum í Chile og hafði ekki tök á því að svara spurn­ing­um Morg­un­blaðsins í gær, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá ráðuneyt­inu. Jó­hann vildi ekki ræða mál­efni embætt­is­ins við Morg­un­blaðið í gær og því varð Eyj­ólf­ur Kristjáns­son yf­ir­lög­fræðing­ur fyr­ir svör­um. 

 Í SAM­VINNU VIÐ RÁÐUNEYTIÐ

Eyj­ólf­ur tók skýrt fram að fjár­hags­áætl­un fyr­ir árið 2008 hefði verið unn­in í ná­inni sam­vinnu við dóms­málaráðuneytið og ráðuneyt­inu hefði, á upp­hafs­stig­um máls­ins, verið gerð grein fyr­ir því að embættið þyrfti viðbótar­fjárveit­ingu upp á 210 millj­ón­ir króna. Þá hefði verið skiln­ing­ur inn­an ráðuneyt­is­ins á að rekstr­aráætl­un­in yrði lögð fram með þess­um for­send­um. Starfs­menn embætt­is­ins hefðu bú­ist við að ráðuneytið myndi styðja lög­reglu­stjóra­embættið við að sækja sér þetta fé og leiðrétta þar með skekkju sem væri í fjár­hags­grunni embætt­is­ins. „En þeir taka síðan þann pól í hæðina að láta eins og þetta komi þeim á óvart. Við vor­um und­ir það bún­ir að ráðuneytið myndi gera ein­hverj­ar at­huga­semd­ir við þetta. En ekki með þess­um hætti,“ sagði Eyj­ólf­ur. 

MIKL­AR TAF­IR Á ÁÆTLUN

Þegar ljóst varð að embættið fengi ekki auka­fjár­muni hefði það lagt til sam­drátt, m.a. að fresta sum­ar­leyf­um, ráða ekki til sum­araf­leys­inga og að segja upp 10-15 lög­reglu­mönn­um eða toll­vörðum. Um 85% af út­gjöld­um væru laun og því hlyti sparnaður að koma niður á starfs­fólki, að sögn Eyj­ólfs. Þá benti hann á að embættið væri þegar und­ir­mannað vegna skorts á menntuðum lög­reglu­mönn­um en hefðu þeir feng­ist til starfa, hefði hall­inn árið 2007 verið enn meiri. Árið 2008 hefði ein­göngu átt að full­manna liðið þannig að það yrðu álíka marg­ir og fyr­ir sam­ein­ingu. Ekki hefði verið gert ráð fyr­ir að þeim myndi fjölga um­fram það.

Þegar embætti sýslu­manns­ins á Kefla­vík­ur­flug­velli og lög­regl­an í Kefla­vík sam­einuðust var upp­safnaður halli sýslu­mann­sembætt­is­ins þurrkaður út með auka­fjár­veit­ingu upp á tæp­lega 160 millj­ón­ir króna. Í skýrsl­um Rík­is­end­ur­skoðunar um fram­kvæmd fjár­laga 2005 og 2006 kem­ur m.a. fram að hluti af ástæðunni fyr­ir halla­rekstri væri að verk­efn­um hefði verið bætt á embættið án þess að fjár­heim­ild­ir kæmu í staðinn. Í skýrslu fyr­ir árið 2005 seg­ir að auk­in um­svif hafi verið með „fullri vit­und og vilja“ ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins.Eyj­ólf­ur sagði að vand­inn hefði ekki horfið þegar hall­inn var gerður upp, kjarni máls­ins væri sá að verk­efn­in hefðu auk­ist án þess að fjár­magn kæmi í staðinn. Á hinn bóg­inn hefðu hagræðing­araðgerðir skilað sí­fellt auk­inni fram­legð á hvern starfs­mann. Þá yrði að horfa til þess að ör­ygg­is­gjald sem lagt er á hvern farþega hefði ekk­ert hækkað frá ár­inu 2004 en laun og kostnaður hins veg­ar hækkað mikið. Hefði gjaldið haldið í við vísi­tölu, hefðu tekj­ur embætt­is­ins verið 123,5 millj­ón­um hærri í ár. Ef embætt­inu hefði verið bætt­ur tekjum­iss­ir vegna brott­far­ar varn­ar­liðsins, hefðu bæst við 86,4 millj­ón­ir. Á þessu byggðust fyrr­nefnd­ar for­send­ur fyr­ir ósk­um um viðbótar­fjármagn.

Eins og fyrr seg­ir lagði lög­reglu­stjóra­embættið rekstr­aráætl­un­ina fram hinn 11. fe­brú­ar sl. Sam­kvæmt starfs­regl­um verða stofn­an­ir hins op­in­bera sem vilja aukn­ar fjár­heim­ild­ir að gera til­lög­ur þar að lút­andi í fe­brú­ar árið á und­an, í þessu til­felli í fe­brú­ar 2007.

Að sögn Eyj­ólfs er ástæðan fyr­ir því að ósk­in um viðbótar­fjármagn barst svo seint einkum sú að mikl­ir hnökr­ar voru á því þegar embætti sýslu­manns­ins á Kefla­vík­ur­flug­velli var fært frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu til dóms­málaráðuneyt­is­ins og sam­einað lög­regl­unni í Kefla­vík. Önnur lög­reglulið hefðu unnið að sam­ein­ing­unni allt árið 2006 en sýslu­mann­sembættið ekki verið kallað að starf­inu fyrr en í árs­lok 2006. Þetta hefði sett alla und­ir­bún­ings­vinnu fyr­ir fjár­lög 2008 í upp­nám og embættið í raun ekki haft for­send­ur til að skila ósk um viðbótar­fjármagn fyrr en nú. Hann bætti við að embættið hefði nú þegar skilað inn ósk um auka­fjár­heim­ild­ir fyr­ir árið 2009 en þar er óskað eft­ir 287 millj­óna króna hærri fjár­veit­ingu.

Eyj­ólf­ur sagði að m.a. vegna erfiðleika við gerð rekstr­aráætl­un­ar hefði dóms­málaráðuneytið skipað nefnd sem var m.a. ætlað að gera út­tekt á rekstri og fjár­má­laum­sýslu lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­um og aðstoða við gerð rekstr­aráætl­un­ar. Áætl­un­in hefði verið unn­in í fullu sam­starfi við nefnd­ina sem hefði fyr­ir sitt leyti fall­ist á að af­hend­ing ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins á sýslu­mann­sembætt­inu og mót­taka dóms­málaráðuneyt­is­ins hefði verið illa út­færð.

Um­rædd nefnd var skipuð full­trúa frá fjár­málaráðuneyt­inu og Rík­is­end­ur­skoðun auk ann­ars sér­fræðings. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá dóms­málaráðuneyt­inu skilaði nefnd­in ekki form­legri skýrslu.

BÚIÐ AÐ HAGRÆÐA Í BOTN

Eyj­ólf­ur sagði að embættið gæti ekki hagrætt meira í rekstri, það væri komið yfir þau vatna­skil. Sú sárs­auka­fulla hagræðing sem ætti sér stað hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu væri fyr­ir löngu yf­ir­staðin á Suður­nesj­um. Þá sagðist hann ótt­ast að sam­vinna lög­reglu og toll­gæslu myndi minnka ef embætt­inu væri skipt og tveir stjórn­end­ur sett­ir yfir það í stað eins. Það yrði þá vænt­an­lega rekið á aðskild­um fjár­lagaliðum sem gæti skapað marg­vís­leg­an vanda. Hann nefndi sem dæmi að í dag ynnu lög­fræðing­ar embætt­is­ins bæði að sak­sókn saka­mála og að tolla­mál­um „á sama deg­in­um og við sama skrif­borðið. Ég skipti þeim mönn­um ekki upp svo létt,“ sagði hann. Eyj­ólf­ur sagði að fjárþörf embætt­is­ins yrði áfram til staðar, hvað sem liði skipt­ing­unni. Hann kvaðst veru­lega ósátt­ur. „Ég kalla bara eft­ir því sem starfsmaður þessa embætt­is, sem þegn í þessu landi og sem sjálf­stæðismaður í ára­tugi að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn standi við það sem hann lofaði á lands­fundi á síðasta ári, að auka stuðning við lög­gæsl­una í land­inu eft­ir sam­ein­ingu lög­reglu­embætt­anna. Sam­ein­ing lög­regluliðanna í land­inu verður ekki giftu­sam­leg fyrr en þessi aukni stuðning­ur kem­ur til.“

RÖKIN SKÝR

Eft­ir­far­andi til­kynn­ing barst frá dóms­málaráðuneyt­inu í gær:

„Í til­efni af fyr­ir­spurn­um frá fjöl­miðlum varðandi breyt­ing­ar á skip­an lög­gæslu- og toll­gæslu­mála á Suður­nesj­um tek­ur dóms- og kirkju­málaráðuneytið fram eft­ir­far­andi. Rök­in fyr­ir breyt­ing­un­um eru al­veg skýr; hagræðing, bætt stjórn­sýsla og skýr ábyrgð. Und­an­far­in ár hef­ur rekst­ur embætt­is­ins farið fram úr fjár­heim­ild­um og með þess­um aðgerðum er verið að leggja traust­ari grunn að skil­virk­ari stjórn­sýslu og betra rekstr­ar­um­hverfi. Það að lög­reglu- og toll­stjór­inn á Suður­nesj­um hafi haft á einni hendi lög-, ör­ygg­is- og toll­gæslu­mál er arf­ur frá þeim tíma er ut­an­rík­is­ráðuneytið fór með yf­ir­stjórn mála á Kefla­vík­ur­flug­velli fyr­ir hönd allra ráðuneyta meðan á dvöl varn­ar­liðsins stóð. Með breyt­ing­unni er verið að færa stjórn­sýslu­lega skip­an mála í það horf sem al­mennt er í land­inu.

Skipu­lags­breyt­ing­arn­ar miða að því að sam­an fari stjórn­sýslu­leg og rekstr­ar­leg ábyrgð og eru þær ekki sett­ar fram í sparnaðarskyni. Þær miðast að því að færa verk­efn­in und­ir for­sjá þess ráðuneyt­is sem ber ábyrgð á hverj­um mála­flokki; toll­gæsl­an heyr­ir und­ir fjár­málaráðuneytið, ör­ygg­is­mál eru á for­ræði sam­gönguráðuneyt­is og lög­gæsla og landa­mæra­gæsla áfram á for­ræði dóms- og kirkju­málaráðherra.

Breyt­ing­arn­ar munu ekki hafa í för með sér minni sam­vinnu lög­reglu, landa­mæra­gæslu, toll­gæslu og ör­ygg­is­gæslu á Kefla­vík­ur­flug­velli og eiga því á eng­an hátt að draga úr þeim ár­angri sem náðst hef­ur. Hér eft­ir sem hingað til munu toll­verðir, lög­reglu­menn og ör­ygg­is­verðir ákveða og skipu­leggja sam­starfið sín á milli þannig að það verði sem ár­ang­urs­rík­ast. Mark­miðið er að styrkja hverja ein­ingu en um leið að halda í heiðri og efla sam­starfið á milli þeirra.

Tekið skal sér­stak­lega fram að ekki stend­ur til að færa landa­mæra­gæslu frá lög­reglu­stjóra­embætt­inu.

Ráðuneyt­inu hef­ur ekki borist upp­sögn frá Jó­hanni R. Bene­dikts­syni.“

SAM­EIN­ING VIÐ TOLLSTJÓRA Í AT­HUG­UN

Aðspurður sagðist hann ekki eiga von á því að stofnað yrði sér­stakt embætti toll­stjóra á Kefla­vík­ur­flug­velli, það væri raun­ar afar hæpið. Í at­hug­un væri að sam­eina toll­gæsl­una á Kefla­vík­ur­flug­velli og toll­stjór­ann í Reykja­vík.

Fyr­ir rúm­lega ári var skipu­lagi tolla­mála um­bylt með breyt­ingu á lög­um og tollum­dæm­um m.a. fækkað úr 26 í 8. Yrði um­dæmið á Kefla­vík­ur­flug­velli fært und­ir toll­stjór­ann, yrði aft­ur að breyta lög­un­um, að sögn Böðvars. Ráðuneytið væri að vinna í mál­inu og niðurstaðan yrði vænt­an­lega kynnt í næstu viku.

Auk þess að vera aðstoðarmaður fjár­málaráðherra er Böðvar for­seti bæj­ar­stjórn­ar Reykja­nes­bæj­ar. Hann seg­ir að verði embætt­in sam­einuð fel­ist í því heil­mik­il tæki­færi fyr­ir toll­gæsl­una á Suður­nesj­um. „Ef þetta verður stærra um­dæmi get ég ekki séð annað en að það séu heil­mik­il tæki­færi til að flytja verk­efni frá Reykja­vík og á Suður­nes,“ sagði hann.

Ragn­hild­ur Hjalta­dótt­ir, ráðuneyt­is­stjóri sam­gönguráðuneyt­is­ins, sagði ráðuneytið ágæt­lega í stakk búið til að taka við þessu verk­efni. Hún sagðist ekki hafa upp­lýs­ing­ar um hversu mikl­ir fjár­mun­ir færðust yfir til ráðuneyt­is­ins vegna þessa. Verið væri að fara yfir málið í ráðuneyt­inu. Hún sagðist ekk­ert geta sagt um hvort ætl­un­in væri að spara fjár­muni með þess­um hætti. „Eðli máls­ins sam­kvæmt get ég engu svarað um það held­ur. Við tök­um við þess­ari starf­semi ná­kvæm­lega eins og hún er, hún fær­ist bara yfir til Flug­mála­stjórn­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli þannig að það verður eng­in breyt­ing núna.“

VILL HÆTTA SEM LÖGREGLU­STJÓRI

Í gær kom síðan í ljós að Jó­hann R. Bene­dikts­son hefði ekki leng­ur áhuga á starfi lög­reglu­stjóra því hann óskaði eft­ir viðræðum um starfs­lok við sett­an dóms­málaráðherra, Ein­ar Krist­in Guðfinns­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra.

„Ég mun ekki taka þátt í að leysa í sund­ur það viðkvæma gang­verk sem tók lang­an tíma að setja sam­an og hef­ur skilað metár­angri. Ég mun ekki taka þátt í því,“ sagði Jó­hann við Morg­un­blaðið í gær.

Jó­hann R. Bene­dikts­son var skipaður sýslumaður á Kefla­vík­ur­flug­velli árið 1999 og var síðan gerður að lög­reglu­stjóra á Suður­nesj­um árið 2007.

29. mars 2008 - Björn Bjarna­son, dóms­málaráðherra, seg­ir það alrangt, sem hann hafi lesið á blogg­um, að sam­starf þeirra Jó­hanns Bene­dikts­son­ar, sýslu­manns í Kefla­vík, hafi verið allt annað en gott og að Björn hafi verið með sam­blást­ur gegn hon­um.

Jó­hann sagðist í gær ætla að ræða um starfs­lok sín við dóms­málaráðherra vegna fyr­ir­hugaðra skipu­lags­breyt­inga á embætti lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­um. Sagði Jó­hann, að hann muni ekki taka þátt í að leysa í sund­ur það viðkvæma gang­verk sem hafi tekið lang­an tíma að setja sam­an og skilað metár­angri.

Björn seg­ir á heimasíðu sinni, að ráðuneytið hafi mótað framtíðar­stefnu fyr­ir embættið, eft­ir að hafa fengið til­lög­ur frá því, sem sýndi það í fjár­hags­leg­um ógöng­um miðað við fjár­lög 2008.

1. apríl 2008 - Jó­hann R. Bene­dikts­son, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, var boðaður til fund­ar við Geir H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra klukk­an tíu í gær­morg­un til að ræða ósk sína um viðræður um starfs­lok og and­stöðu inn­an embætt­is síns vegna fyr­ir­hugaðra skipu­lags­breyt­inga á því.

Viðræðurn­ar koma í kjöl­far þess að Björn Bjarna­son dóms­málaráðherra til­kynnti fyr­ir­vara­laust miðviku­dag­inn fyr­ir páska að embætti Jó­hanns yrði skipt upp í þrjár ein­ing­ar til að ná tök­um á fjár­mál­um þess. Toll­gæslu- og lög­reglu­menn hjá embætt­inu hafa mót­mælt upp­skipt­ing­unni harðlega.

HITTI BJÖRN OG LÚÐVÍK EINNIG

Sam­kvæmt heim­ild­um 24 stunda fundaði Jó­hann með fleiri hátt­sett­um ráðamönn­um í gær, meðal ann­ars Lúðvík Berg­vins­syni, þing­flokks­for­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Þá hafði Björn Bjarna­son óskað eft­ir því að funda með Jó­hanni strax og hann kom til lands­ins, en hann lenti um fjög­ur­leytið síðdeg­is í gær eft­ir að hafa verið er­lend­is und­an­farna daga. Sam­kvæmt heim­ild­um 24 stunda fór sá fund­ur fram í flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar.

24 stund­ir sendu Birni spurn­ing­ar um málið með tölvu­pósti. Hann svaraði þeim ekki beint en vísaði í þær upp­lýs­ing­ar sem ráðuneyti sitt hefði þegar gefið og á skrif sín á heimasíðu sinni. 

1. apríl 2008 - Lúðvík Berg­vins­son, þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, ít­rekaði þá skoðun á Alþingi í dag, að það þyrftu allt önn­ur rök, sem komið hefðu fram til þessa, til að sann­færa hann um gagn­semi þess að skipta upp lög- og toll­gæslu á Suður­nesj­um.  Árni Páll Árna­son, flokks­bróðir hans, sagði einnig mik­il­vægt að kalla eft­ir fag­leg­um rök­um fyr­ir þess­ari ákvörðun.

Siv Friðleifs­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, spurði Lúðvík í upp­hafi þing­fund­ar um yf­ir­lýs­ingu sem hann gaf á Alþingi í gær að hann hefði efa­semd­ir um að skipta upp lög- og toll­gæsl­unni á Suður­nesj­um.

Lúðvík sagði meg­in­at­riðið væri að lög­regl­an fengi vinnufrið til að tryggja ör­yggi borg­ar­inn­ar. Þá sagði Lúðvík ljóst, að eng­in vand­ræði hefðu verið hjá lög­reglu­stjóra­embætt­inu á Suður­nesj­um. Því væri ljóst að veiga­mik­il rök þyrftu til að breyta fyr­ir­komu­lagi, sem gengi vel og því hefði hann mikl­ar efa­semd­ir um fyr­ir­hugaðar skipu­lags­breyt­ing­ar.

Birg­ir Ármanns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, sagði ljóst að áform dóms­málaráðherra gengju út á að færa stjórn­sýslu­mál á Kefla­vík­ur­flug­velli í þau horf sem stjórn­sýsla þess­ara mála væri al­mennt í á land­inu. Birg­ir sagði, að þetta úti­lokaði ekki að það góða og nána  sam­starf sem verið hafi milli þess­ara mis­mun­andi greina rík­is­valds­ins haldi áfram en það muni hjálpa til að ná utan um fjár­muni í þess­ari starf­semi að skýra stjórn­sýslu­lega og rekstr­ar­lega ábyrgð bet­ur.

Guðni Ágústs­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði að sundra ætti fylk­ingu, sem standi vörð við Íslands dyr. Standa yrði vörð um hið mikla starf sem lög­regl­an og toll­gæsl­an hefðu unnið á Kefla­vík­ur­flug­velli síðustu 16 mánuði.

Árni Páll Árna­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að sér þætti mestu skipta, að hrófla ekki við því sem vel væri gert og staðreynd­in væri sú, að starf­sem­in í Kefla­vík hefði skilað mikl­um ár­angri. Því væri brýnt að kalla eft­ir fag­leg­um rök­um fyr­ir ákvörðun af þess­um toga og mik­il­vægt væri að fara að með gát þegar í hlut ættu embætti, sem hefðu sýnt gríðarleg­an ár­ang­ur. „Mér finnst þau rök, að fella beri það sem heyr­ir til fjár­málaráðherra til hans, og síðan eigi að setja lög­gæslu und­ir dóms­málaráðuneytið ekki sér­lega þung­væg enda er hægt að ná þeim ár­angri án þess að brjóta embættið upp.

Siv sagði ljóst að í þessu máli væri stál í stál og slags­mál milli Sjálf­stæðis­flokks og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Kallaði hún eft­ir svör­um frá þing­mönn­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um hvort flokk­ur­inn ætli að samþykkja þess­ar breyt­ing­ar eða ekki.

Lúðvík sagði, að allt önn­ur rök þyrftu, en komið hefðu fram, til að sann­færa hann um rétt­mæti þess­ara breyt­inga. Þá sagði hann að meg­in­regl­an væri á öllu land­inu nema á höfuðborg­ar­svæðinu, að sami lög­reglu­stjóri væri yfir toll­in­um og lög­regl­unni. Því væri sú breyt­ing, sem boðuð hefðu verið á Suður­nesj­um, und­an­tekn­ing frá meg­in­regl­unni.

„Ég met það þannig, að verði þetta brotið upp muni það til lengri tíma skaða embættið og starfið unnið er þarna suðurfr og ég mun ekki taka þátt í því," sagði Lúðvík.

9. apríl 2004 - Þverr­andi lík­ur eru á að frum­varp um upp­stokk­un embætt­is lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­um verði af­greitt óbreytt frá þing­flokki Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks hef­ur þegar af­greitt frum­varpið en þrír þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, þar á meðal þing­flokks­formaður­inn Lúðvík Berg­vins­son, hafa gagn­rýnt fyr­ir­ætlan­ina í ræðustól Alþing­is. Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins eru efa­semdaradd­irn­ar fleiri enda hef­ur hug­mynd­in mætt and­stöðu víða, þar með hjá lög­reglu­stjór­an­um á Suður­nesj­um.

Þá telja marg­ir að bíða eigi eft­ir skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar, sem Frjáls­lyndi flokk­ur­inn hef­ur óskað eft­ir, um embætti lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­um og ár­ang­ur af breyt­ing­um sem tóku gildi í árs­byrj­un 2007. Í þeirri skýrslu á jafn­framt að skoða þess­ar boðuðu skipu­lags­breyt­ing­ar og Frjáls­lyndi flokk­ur­inn hef­ur óskað eft­ir því að laga­frum­vörp verði ekki af­greidd fyrr en skýrsl­an ligg­ur fyr­ir.

18. apríl 2008 - „Það kom glöggt fram á fund­in­um að menn telja að lands­mönn­um sé farið að mis­bjóða þessi deila hér við lög­reglu­stjóra­embættið sem hef­ur unnið mjög gott starf. Fund­ar­menn telja að það þurfi að höggva á þess­ar deil­ur því þær skaði varn­ir Íslands,“ seg­ir Guðni Ágústs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og þingmaður flokks­ins í Suður­kjör­dæmi.

Hann stóð ásamt Bjarna Harðasyni þing­manni fyr­ir opn­um borg­ar­a­fundi í Reykja­nes­bæ í gær­kvöldi þar sem mál­efni lög-, toll- og ör­ygg­is­gæslu á Kefla­vík­ur­flug­velli voru til umræðu.

Að sögn Guðna var mikið fjöl­menni á fund­in­um og all­ir sam­mála um að deila dóms­málaráðherra við lög­reglu­stjóra­embættið á Suður­nesj­um hefði nú þegar staðið allt of lengi. Menn væru því orðnir lang­eyg­ir eft­ir lausn máls­ins áður en óaft­ur­kræf­ur skaði hefði orðið vegna máls­ins.

Í lok fund­ar var með lófa­taki samþykkt að skora á for­sæt­is­ráðherra, Geir H. Haar­de, að höggva á þann hnút og deil­ur sem nú eru uppi um lög­reglu­stjóra­embættið á Suður­nesj­um. Að sögn Guðna töldu fund­ar­gest­ir ekki skyn­sam­legt að hrapa að breyt­ing­um og upp­stokk­un á embætt­inu því sam­einað lög­reglu- og toll­stjóra­embætti hef­ur náð mikl­um ár­angri.

„Þessi deila hef­ur staðið lengi og er far­in að skaða lög­regluliðið. Fólkið sem þarna starfar botn­ar nátt­úr­lega ekk­ert í því af hverju þetta þarf að vera með þess­um hætti. Þannig að starfs­fólkið er orðið mjög þreytt á þess­ari deilu.“

21. apríl 2008 - Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, sagði á Alþingi í dag að eng­ar deil­ur væru um, að það sé rétt að efla og styrkja lög­reglu­starf­sem­ina á Suður­nesj­um.

Geir var að svara fyr­ir­spurn Guðna Ágústs­son­ar, for­manns Fram­sókn­ar­flokks. Hann sagði, að tek­in hefði verið ákvörðun um að greina að al­menna lög­gæslu og toll­gæslu og við það væri ekk­ert að at­huga. Verið væri að vinna í þessu máli til að leiða það til far­sælla lykta og ágrein­ins­glaust.

15. maí 2008 - Björn Bjarna­son, dóms­málaráðherra, sagði á Alþingi í dag, að nauðsyn­legt væri að leiða lög­reglu­stjóra­embættið á Suður­nesj­um út úr ár­leg­um fjár­hags­vanda en sá vandi veiki innviði embætt­is­ins meira en nokkuð annað. Þingmaður Sam­fylk­ing­ar tel­ur að skoða þurfi að leggja niður embætti rík­is­lög­reglu­stjóra í nú­ver­andi mynd.

Staða toll­gæslu og lög­reglu­mála á Suður­nesj­um var rædd utan dag­skrár á Alþingi í dag að beiðni Si­vj­ar Friðleifs­dótt­ur, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks.

Björn sagði að í lok fe­brú­ar hefði orðið ljóst að lög­reglu­stjór­inn á Suður­nesj­um taldi sig ekki geta rekið embætti sitt inn­an fjár­heim­ilda á ár­inu og munaði þar 200 millj­ón­um króna. Þetta hefði komið ráðuneyt­inu í opna skjöldu og það hefði staðið frammi fyr­ir sam­bæri­legu viðfangs­efni og árið 2007 þegar 200 millj­óna króna halli blasti við.

Björn sagði, að nefnd sér­fróðra manna hefði árið 2007 verið falið að fara í saum­ana á rekstri og um­sýslu embætt­is­ins. Nefnd­in hefði m.a. talið að aðskilja bæri fjár­hag ein­stakra verkþátta embætt­is­ins og fella þá fjár­hags­lega und­ir viðkom­andi ráðuneyti.

Björn sagði, að lagt hefði verið fyr­ir lög­reglu­stjór­ann að embættið verði rekið inn­an fjár­heim­ilda og gjöld um­fram fjár­heim­ild­ir verði langt inn­an við 200 millj­ón­ir í árs­lok.

Lúðvík Berg­vins­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar, sagði að ár­ang­ur embætt­is­ins á Suður­nesj­um væri ein­stak­lega góður. Afstaða Sam­fylk­ing­ar­inn­ar væri sú að fag­lega og fjár­hags­lega væri best ein yf­ir­stjórn væri yfir þeim mála­flokk­um, sem heyrðu und­ir embættið í Kefla­vík. Eng­in rök hefðu komið fram sem breyttu þess­ari af­stöðu. Vanda­málið væri, að fjár­veit­ing­ar Alþing­is til embætt­is­ins hefðu ekki fylgt þeim verk­efn­um, sem embættið hefði glímt við.

Lúðvík sagði, að nú þyrfti að skoða að leggja niður embætti rík­is­lög­reglu­stjóra í þeirri mynd sem það er. Hug­mynd­in með stofn­un embætt­is­ins hefði verð, að þar yrði lít­il sam­ræm­ing­armiðstöð lög­gæslu­mála í land­inu.

Siv sagði í lok umræðunn­ar, að vitað hefði verið, að fjár­veit­ing­ar til embætt­is­ins hefðu ekki verið nógu háar. Hún sagði, að Lúðvík hefði gefið dóms­málaráðherra og Sjálf­stæðis­flokkn­um á lúður­inn með stál­kreppt­um hnefa með yf­ir­lýs­ingu sinni um embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.

Björn sagðist geta tekið und­ir það, að það hefði komið á óvart að embætti rík­is­lög­reglu­stjóra hefði bland­ast í þessa umræðu. Sagði hann  það út­úr­snún­ing hjá þing­mönn­um að reyna að blanda rík­is­lög­reglu­stjóra­embætt­inu í þetta mál.

24. maí 2008 - Rík­is­end­ur­skoðun tek­ur und­ir til­lög­ur dóms­málaráðuneyt­is­ins um framtíðar­skipu­lag lög- og toll­gæslu á Suður­nesj­um og tel­ur að fag- og fjár­hags­leg mark­mið stjórn­valda með sam­ein­ingu allr­ar lög- og toll­gæslu þar árið 2007 hafi náðst að hluta til. Vel komi til álita að Lög­reglu­stjór­an­um á Suður­nesj­um verði áfram fal­in dag­leg stjórn­un verk­efna á sviði toll­gæslu og flug­vernd­ar með sér­stök­um þjón­ustu­samn­ing­um. Þetta kem­ur fram í nýrri út­tekt Rík­is­end­ur­skoðunar um Lög­reglu­stjór­ann á Suður­nesj­um.

Að mati Rík­is­end­ur­skoðunar þurfa stjórn­völd með breyttri skip­an einnig að taka af­stöðu til um­fangs lög- og toll­gæslu á Kefla­vík­ur­flug­velli. Þá tel­ur Rík­is­end­ur­skoðun að dóms­málaráðuneytið og Lög­reglu­stjór­inn á Suður­nesj­um hafi ákveðið að leysa ágrein­ing sinn og vinna sam­eig­in­lega að fyr­ir­huguðum breyt­ing­um á skipu­lagi og rekstri embætt­is­ins.

ÝMIS­LEGT ÁUNN­IST MEÐ SAM­EIN­INGU

Rík­is­end­ur­skoðun tek­ur und­ir til­lög­ur dóms­málaráðuneyt­is­ins um framtíðar­skipu­lag lög-, toll- og ör­ygg­is­gæslu á Suður­nesj­um. Þar er gert ráð fyr­ir að færa frá Lög­reglu­stjór­an­um á Suður­nesj­um for­ræði þeirra verk­efna á sviði tolla- og flu­gör­ygg­is­mála sem heyra und­ir önn­ur ráðuneyti svo að fag­leg og fjár­hags­leg ábyrgð vegna þeirra fari sam­an. Embættið mun þá ein­göngu sinna lög­reglu­mál­um, þ.m.t. landa­mæra­eft­ir­liti og öðrum lög­gæslu­verk­efn­um á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Þá tel­ur Rík­is­end­ur­skoðun nauðsyn­legt að kanna til hlít­ar hvers vegna launa­kostnaður á stöðugildi er nokkru meiri hjá Lög­reglu­stjór­an­um á Kefla­vík­ur­flug­velli en hjá öðrum lög­reglu- og toll­stjóra­embætt­um, enda sé ekki nema að hluta tekið til­lit til þessa í fjár­veit­ing­um til embætt­is­ins. Fá­ist þessi kostnaður ekki viður­kennd­ur í aukn­um fjár­veit­ing­um ber að grípa til viðeig­andi sparnaðar í rekstri. 

 UPP­SKIPT­ING SKYN­SAM­LEG

Björn bætti því við aðspurður um fram­hald máls­ins á Alþingi að frum­varp þar um tolla­mál­in væri á for­ræði fjár­málaráðherra og hann réði því hvert fram­haldið yrði. „Ég tel að sjálf­sögðu að það sé mjög skyn­sam­legt að ganga nú í þetta mál þannig að niðurstaða fá­ist. Það er eng­um til gagns að draga það að kom­ast að niður­stöðu,“ sagði Björn enn­frem­ur. 

STYÐUR EKKI FRUM­VARPIÐ

Lúðvík Berg­vins­son, þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ist vera ánægður með skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar um embætti lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­um. Niður­stöðurn­ar séu í takt við sjón­ar­mið Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um að þörf sé á heild­ar­end­ur­skoðun á lög­reglu­stjóra­embætt­un­um áður en farið er í að breyta hjá einu embætti. Sam­fylk­ing­in muni ekki styðja frum­varp til laga um breyt­ing­ar á lög­reglu­stjóra­embætt­inu á Suður­nesj­um enda taki það ein­ung­is til þess eina embætt­is. „Rík­is­end­ur­skoðandi hvet­ur til þess að farið verði út í heild­ar­end­ur­skoðun og það hlýt­ur að vera verk­efnið núna, að fara í stefnu­mót­un með lög­reglu­stjór­um um það hvernig skipa eigi lög­gæslu- og tolla­mál­um til fram­búðar. Það er okk­ar vilji, að málið sé skoðað heild­stætt,“ seg­ir Lúðvík.

MARGT JÁKVÆTT Í SKÝRSL­UNNI

Jó­hann R. Bene­dikts­son, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, seg­ir margt já­kvætt í skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar um embættið. Í skýrsl­unni er lagt til að farið verði að til­lög­um um upp­skipt­ingu embætt­is­ins. ,,Á sama tíma vek­ur Rík­is­end­ur­skoðun at­hygli á að jafn­vel þótt ör­ygg­is-, toll- og lög­gæsla heyri hvert und­ir sitt ráðuneytið þá geti þess­ir verkþætt­ir heyrt und­ir sam­eig­in­lega yf­ir­stjórn með því að gerðir verði þjón­ustu­samn­ing­ar á milli ráðuneyt­anna.“ Hann seg­ir einnig að miklu skipti að tekið sé und­ir þau sjón­ar­mið að embættið þurfi aukið fjár­magn eigi það að halda uppi öfl­ugri toll- og lög­gæslu.

16. sept­em­ber 2008 - Jó­hann R. Bene­dikts­son, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, seg­ir Har­ald Johann­essen rík­is­lög­reglu­stjóra boða miðstýr­ingu.

„Hug­mynd­ir hans um að lög­regl­an verði ein stofn­un und­ir stjórn rík­is­lög­reglu­stjóra og að fjár­veit­ing­ar til lög­reglu­mála fær­ist til embætt­is rík­is­lög­reglu­stjóra eru miðstýr­ing. Þetta er framtíðar­sýn sem ég hræðist,“ seg­ir Jó­hann.

Stefán Ei­ríks­son, lög­reglu­stjóri á höfuðborg­ar­svæðinu, er þeirr­ar skoðunar að öll starf­semi sem snýr að al­mennri eða sér­hæfðri lög­gæslu eigi að vera hjá lög­reglu­embætt­un­um til þess að rík­is­lög­reglu­stjóra­embættið hafi betri for­send­ur til að sinna stjórn­sýslu­verk­efn­um, eft­ir­liti, sam­ræm­ingu og sam­hæf­ingu og öðru slíku.

Rík­is­lög­reglu­stjóri seg­ir í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn 24 stunda um mögu­leg­ar breyt­ing­ar á verk­efn­um lög­reglu­embætta að und­ir fyrr­greindu fyr­ir­komu­lagi gæti embætti hans falið ein­stök­um lög­reglu­stjór­um enn frek­ari verk­efni í sínu umboði.

„Kanna þyrfti ræki­lega kosti og galla þess­ar­ar skip­un­ar, en rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur ekki séð efn­is­lega sterk rök fyr­ir því að færa landsvísu­verk­efni und­ir nú­ver­andi skip­an til staðarlög­reglu­stjóra,“ seg­ir í svari rík­is­lög­reglu­stjóra.

 ENG­IN EFN­IS­LEG RÖK

 Lög­reglu­stjór­inn á Suður­nesj­um kveðst hins veg­ar telja að eng­in efn­is­leg rök séu fyr­ir því að lög­regl­unni verði miðstýrt frá Reykja­vík, eins og hann orðar það. „Það eru eng­in rök fyr­ir því frek­ar en að öll­um sjúkra­hús­um eða skól­um sé miðstýrt frá Reykja­vík. Það er þvert á móti mjög mik­il­vægt að skerpa hlut­verk rík­is­lög­reglu­stjóra til sam­ræm­ing­ar og eft­ir­lits á landsvísu. Lög­reglu­stjórn á sama tíma sam­ræm­ist ekki þeim störf­um. Öll lög­reglu­stjórn á að vera í hönd­um lög­reglu­stjór­anna,“ legg­ur Jó­hann áherslu á.

20. sept­em­ber 2008 - Til stend­ur að aug­lýsa stöðu lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­um í apríl næst­kom­andi. Þá lýk­ur fimm ára skip­un­ar­tíma Jó­hanns R. Bene­dikts­son­ar sem gegnt hef­ur embætti lög­reglu­stjóra.Eft­ir því sem næst verður kom­ist hef­ur ekki áður verið aug­lýst laus staða for­stöðumanns rík­is­stofn­un­ar vilji for­stöðumaður­inn á annað borð sinna starf­inu áfram.

„Ég get staðfest að mánu­dag­inn 1. sept­em­ber var mér af­hent form­lega bréf frá dóms­málaráðherra þar sem mér var til­kynnt að staða mín yrði aug­lýst laus til um­sókn­ar,“ sagði Jó­hann í gær. „Að öðru leyti mun ég ekki tjá mig um þetta mál að svo stöddu.“

AT­HUGA­SEMD VIÐ REKST­UR

For­saga máls­ins er sú að dóms­málaráðherra gerði at­huga­semd­ir við að rekst­ur embætt­is­ins hefði farið fram úr fjár­heim­ild­um. Rekstr­aráætl­un fyr­ir embættið árið 2008 var lögð fram í fe­brú­ar sl., en þar var gert ráð fyr­ir 210 millj­óna viðbótar­fjárveit­ing­um. Ráðuneytið féllst ekki á for­send­ur rekstr­aráætl­un­ar­inn­ar og 4. mars fékk embættið sex daga til að koma með nýja áætl­un.

Eng­inn botn fékkst í málið, þrátt fyr­ir fund Jó­hanns og Björns Bjarna­son­ar dóms­málaráðherra með starfs­mönn­um. Og níu dög­um síðar lagði dóms­málaráðherra til breyt­ing­ar á skip­an lög­gæslu-, ör­ygg­is- og toll­gæslu­mála á Suður­nesj­um. Í fram­haldi af því óskaði Jó­hann eft­ir viðræðum um starfs­lok við sett­an dóms­málaráðherra en skilaði ekki inn upp­sögn. Ekki náðist samstaða í stjórn­ar­flokk­un­um í vor um til­lög­ur dóms­málaráðherra.

Jó­hann var skipaður sýslumaður á Kefla­vík­ur­flug­velli árið 1999 og síðan gerður að lög­reglu­stjóra á Suður­nesj­um árið 2007. Sam­kvæmt heim­ild­um hyggst hann ekki sækja um starfið þegar það verður aug­lýst.

FARIÐ AÐ LÖGUM OG REGL­UM

Björn Bjarna­son dóms­málaráðherra seg­ir að verið sé að aug­lýsa stöðu lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­un og í því til­liti sé farið eft­ir lög­um og regl­um um að til­kynna verði fyr­ir­ætl­un­ina með 6 mánaða fyr­ir­vara. Spurður hvort þetta sé óvenju­legt, seg­ir hann að spyrj­andi verði að kanna það. 

21. sept­em­ber 2008 - Þegar Björn Bjarna­son var mennta­málaráðherra var hann með til skoðunar hvort setja ætti þá verklags­reglu að aug­lýsa ávallt laus til um­sókn­ar embætti for­stöðumanna að liðnum tíma­bundn­um skip­un­ar­tíma þeirra. Þetta sagði Björn í ræðu á fundi Fé­lags for­stöðumanna rík­is­stofn­ana árið 2002. Hann kynnti sjón­ar­mið sín inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar en hafði ekki er­indi sem erfiði, að fengnu áliti þáver­andi fjár­málaráðherra. Þetta er at­hygl­is­vert í ljósi þess að hann hef­ur nú ákveðið að aug­lýsa lausa stöðu lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­um í apríl nk. en þá lýk­ur fimm ára skip­un­ar­tíma nú­ver­andi lög­reglu­stjóra þar.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Gunn­ari Björns­syni, skrif­stofu­stjóra starfs­manna­skrif­stofu fjár­málaráðuneyt­is, er af­skap­lega sjald­gæft að aug­lýst­ar séu stöður áður en sá skip­un­ar­tími renn­ur út, en hann get­ur ekki staðfest að ákvörðun Björns sé eins­dæmi.

EKK­ERT ÓEÐLI­LEGT VIÐ ÞETTA

 Í 23. gr. laga um rétt­indi og skyld­ur starfs­manna rík­is­ins seg­ir að til­kynna skuli eigi síðar en sex mánuðum áður en skip­un­ar­tími viðkom­andi emb­ætt­is­manns renn­ur út, hvort embættið verður aug­lýst laust til um­sókn­ar. Sé það ekki gert fram­leng­ist skip­un­ar­tím­inn sjálf­krafa um fimm ár. Gunn­ar seg­ir all­an gang á því hvernig ráðuneyt­in hagi sín­um mál­um hvað þetta ákvæði varðar. Hjá sum­um þeirra er hálf­gert „viðvör­un­ar­kerfi“, þ.e. að ráðherr­um er gert viðvart um að skip­un­ar­tíma emb­ætt­is­manns fari að ljúka. „Þannig að ef þeir vilja skoða það, þá geta þeir það. En sum­ir eru ekki með neitt svona. Fram­kvæmd­in er því jafn­fjöl­breytt og ráðuneyt­in eru mörg,“ seg­ir Gunn­ar.

Í frétt Morg­un­blaðsins í gær um stöðu lög­reglu­stjór­ans var haft eft­ir dóms­málaráðherra, að verið væri að aug­lýsa stöðu sýslu­manns­ins á Suður­nesj­um. Þar átti að standa lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­um, og er Björn beðinn af­sök­un­ar.

Í tölvu­bréfi til Morg­un­blaðsins seg­ir Björn eðli­legt að aug­lýsa embættið og til­tek­ur tvær ástæður. „Með því að sýslu­mann­sembættið á Kefla­vík­ur­flug­velli var aflagt gjör­breytt­ist embættið, þar á meðal kjör þess, sem gegn­ir því,“ seg­ir Björn og einnig: „Ég hef boðað enn frek­ari breyt­ing­ar á embætt­inu, það er aðskilnað lög­gæslu, toll­gæslu og ör­ygg­is­gæslu við flug. Sé ástæða til að aug­lýsa embætti sam­kvæmt starfs­manna­lög­um á það við í þessu til­viki og í sjálfu sér ekk­ert óvenju­legt við það.“

Guðbjörn Guðbjörns­son, formaður Toll­v­arðafé­lags Íslands, seg­ir Jó­hann R. Bene­dikts­son hafa lyft grett­i­staki í mál­efn­um toll­gæslu á Kefla­vík­ur­flug­velli. „Við höf­um verið mjög ánægðir und­ir hans stjórn og stolt­ir af þeim af­rek­um sem við höf­um náð.“ Hann tek­ur hins veg­ar fram að ákvörðunin sé á ábyrgð ráðherr­ans, og vill því lítið tjá sig um hana.

23. sept­em­ber 2008 - „Við sögðum all­an tím­ann að það væri mjög var­huga­vert vegna þess að með þessu móti væri verið að setja menn í lyk­il­stöðum und­ir duttl­unga­vald yf­ir­valda. Með þessu væri hægt að losa sig við þá með auðveld­um hætti ein­fald­lega með því að láta ráðning­ar­tím­ann renna sitt skeið á enda,“ seg­ir Ögmund­ur Jónas­son, formaður BSRB og þingmaður Vinstri grænna, um ákvæði í lög­um um rétt­indi og skyld­ur op­in­berra starfs­manna um fimm ára skip­un­ar­tíma þeirra.

Jó­hanni R. Bene­dikts­syni, lög­reglu­stjór­an­um á Suður­nesj­um, var fyrr í þess­um mánuði til­kynnt að starf hans verði aug­lýst þrátt fyr­ir að hann hafi viljað gegna því áfram.

Stjórn Lög­reglu­fé­lags Suður­nesja hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem fé­lagið lýs­ir yfir mikl­um von­brigðum með ákvörðun dóms­málaráðherra að aug­lýsa stöðuna. Orðrétt seg­ir að ákvörðunin eigi sér „eng­in for­dæmi í stjórn­sýsl­unni og fel­ur í sér ekk­ert annað en upp­sögn.“

Ögmund­ur seg­ir að lög­in hafi sætt mikl­um mót­mæl­um BSRB allt frá því að þau voru sett, og þá sér­stak­lega ákvæðið um fimm ára ráðning­una. „Við lít­um svo á að um ráðning­ar þess­ara manna eigi að gilda sömu regl­ur og aðra. Ef þeir ger­ast sek­ir eða brot­leg­ir í starfi þá eru þeir látn­ir víkja. En hitt að það sé hægt að láta starfið renna út í einskon­ar tímaglasi tel ég vera mjög var­huga­vert.“

Hann seg­ist þó skilja ákveðin rök sem sett voru fram fyr­ir ákvæðinu en að á því séu líka van­kant­ar sem verði að taka til­lit til. „Það eru ákveðin rök fyr­ir að reyna að tryggja gegn­um­streymi svo stjórn­end­ur séu ekki slím­fast­ir í embætt­um ævi­langt. Hins veg­ar eru van­kant­ar sem fylgja þessu og þá sér­stak­lega þegar það verður uppi á ten­ingn­um að ein­stak­ling­ar sem á ein­hvern hátt hafa reynst yf­ir­vald­inu óþægi­leg­ir séu látn­ir fjara úr fyr­ir­hafn­ar­laust.

23. sept­em­ber 2008 - Jó­hann R. Bene­dikts­son, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, hef­ur boðað alla starfs­menn embætt­is­ins til fund­ar síðdeg­is á morg­un. Í sam­tali við Vík­ur­frétt­ir vildi Jó­hann ekki tjá sig um efni fund­ar­ins. Hann játaði því hins veg­ar aðspurður hvort stórra tíðinda yrði að vænta af fund­in­um.

Á vef Vík­ur­frétta kem­ur fram að greina megi mikla und­ir­liggj­andi óánægju um öll Suður­nes­in vegna þeirr­ar ákvörðunar Björns Bjarna­son­ar, dóms­málaráðherra, að aug­lýsa stöðu lög­reglu­stjóra eft­ir að skip­un­ar­tími hans renn­ur út næsta vor. 

„Vel yfir 800 ein­stak­ling­ar hafa lýst yfir stuðningi sín­um við Jó­hann á Face­book en þar seg­ir:  „Björn Bjarna­son dóms­málaráðherra ætl­ar nú að losa sig við Jó­hann R. Bene­dikts­son úr starfi lög­reglu­stjóra á Suður­nesj­um vegna eig­in geðþótta. Jó­hann hef­ur í alla staði staðið sig vel í starfi og er af­skap­lega vel þokkaður af starfs­mönn­um embætt­is­ins og íbú­um Suður­nesja,“ að því er seg­ir á vef Vík­ur­frétta.

24. sept­em­ber 2008 - „Þetta var mjög erfiður fund­ur,“ sagði Jó­hann R. Bene­dikts­son lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um að lokn­um fjöl­menn­um fundi með starfs­fólki sínu þar sem hann til­kynnti að hann myndi hætta sem lög­reglu­stjóri 1. októ­ber og þrír stjórn­end­ur með hon­um.

Jó­hann sagðist hafa rakið fyr­ir sam­starfs­fólki sínu sam­skipt­in við dóms­málaráðuneytið og kvað starfs­fólkið gera sér grein fyr­ir eðli máls­ins. „Við fáum ekki sann­gjarna málsmeðferð og ég held að lands­menn all­ir hafi séð að skýr­ing­ar dóms­málaráðherra stand­ast enga skoðun,“ sagði Jó­hann og vísaði til skýr­inga ráðherra á þeirri ákvörðun að aug­lýsa stöðu lög­reglu­stjór­ans. „Ég held að allra vegna, þá verði ég að víkja og ég vil að ráðherra fái tæki­færi til að koma að þeim manni sem get­ur fram­fylgt stefnu hans í mál­efn­um þessa embætt­is. Ég vona að það verði ein­hver góður maður,“ sagði Jó­hann og úti­lokaði að hann myndi sjálf­ur sækja um stöðuna. „Það kem­ur ekki til greina,“ sagði hann.

Sagði hann rás at­b­urða hafa verið mjög hraða að und­an­förnu og ekki væri hægt að svara því hvað tæki nú við hjá sér. Hann sagðist skilja við embættið á mjög erfiðum tíma. „Auðvitað ósk­ar þess eng­inn að ganga úr embætt­inu við þess­ar aðstæður,“ sagði hann.

Þeir sem ganga úr embætt­inu með Jó­hanni eru Eyj­ólf­ur Kristjáns­son, staðgeng­ill hans, Guðni Geir Jóns­son fjár­mála­stjóri og Ásgeir J. Ásgeirs­son starfs­manna­stjóri.

Að sögn Ásgeirs voru all­ir sam­starfs­menn á fund­in­um mjög slegn­ir yfir tíðind­um dags­ins þótt samstaða og stuðning­ur hefðu ein­kennt fund­inn. „Þetta er afar sorg­legt en í ljósi aðdrag­and­ans, þá var þetta óhjá­kvæmi­legt,“ sagði hann. Brott­hvarf Ásgeirs sjálfs á sér nokk­urn aðdrag­anda, en hon­um bauðst annað starf „og það lá bein­ast við að þiggja það þegar þessi staða var kom­in upp hjá embætt­inu. Mann lang­ar ekki til að vinna þarna leng­ur.“

Einn lög­regluþjónn sem sat fund­inn var óviss um hvort hann mundi halda áfram hjá lög­regl­unni eft­ir brott­hvarf Jó­hanns. „Það hef­ur verið mjög gott að vinna und­ir stjórn Jó­hanns og hann er lík­lega besti stjórn­andi sem hægt er að hugsa sér,“ sagði hann.

Ann­ar lög­regluþjónn sagði ill­mögu­legt að horfa á rás at­b­urða und­an­far­in miss­eri án þess að kom­ast að þeirri niður­stöðu að lög­reglu­stjór­inn hefði verið lagður í einelti af dóms­málaráðuneyt­inu. „Ákvörðun ráðherra um að aug­lýsa embættið mun ekki eiga sér nein for­dæmi – en þó kem­ur hún ekki á óvart í aug­um þeirra sem til þekkja,“ sagði hann.

24. sept­em­ber 2008 - Björn Bjarna­son dóms­málaráðherra seg­ir að skýr efn­is­leg rök hafi verið færð fyr­ir því af sinni hálfu að aug­lýsa lög­reglu­stjóra­embættið á Suður­nesj­um laust og hann hafi ekki bú­ist við þess­um viðbrögðum Jó­hanns R. Bene­dikts­son­ar.

„Að lög­reglu­stjóri bregðist við á þann veg, sem fyr­ir ligg­ur, kom mér á óvart,“ seg­ir Björn. „Ég óska hon­um og sam­starfs­mönn­um hans, sem nú kveðja embættið, velfarnaðar og þakka þeim sam­fylgd­ina síðan 1. janú­ar 2007 þegar embættið færðist frá ut­an­rík­is­ráðuneyti und­ir dóms- og kirkju­málaráðuneyti.“

„Nú blas­ir við að fylla skörð þeirra, sem kveðja, og tryggja framtíð hins mik­il­væga starfs, sem unnið er af lög­reglu, toll­vörðum og ör­ygg­is­vörðum við embættið,“ seg­ir Björn. Í því efni þurfi í senn að taka á stjórn­sýslu­leg­um og fjár­hags­leg­um þátt­um með skýr framtíðarmark­mið í huga og í sam­ræmi við eðli­lega verka­skipt­ingu inn­an stjórn­ar­ráðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert