Fíkniefnaleit á Sauðárkróki

Bóknámshús FNV á Sauðárkróki.
Bóknámshús FNV á Sauðárkróki.

Áhöld til fíkni­efna­neyslu fund­ust en eng­in fíkni­efni við leit á heima­vist Fjöl­brauta­skóla Norður­lands vestra á Sauðár­króki í morg­un.

Stefán Vagn Stef­áns­son, yf­ir­lög­regluþjónn á Sauðár­króki, sagði í sam­tali við mbl.is að fíkni­efna­leit á heima­vist­inni sé ár­viss viðburður. „Þetta er sama og gert hef­ur verið und­an­far­in ár. Við för­um með leit­ar­hund á heima­vist­ina til að taka stöðuna og at­huga hvort þar er eitt­hvað sem ekki á að vera þar.“

Í leit­inni tóku þátt átta lög­reglu­menn og naut lög­regl­an á Sauðár­króki liðsinn­is fíkni­efnateym­is lög­regl­unn­ar á Norður­landi. Einn leit­ar­hund­ur var notaður við leit­ina.

Stefán Vagn sagði þessa leit ekki tengj­ast mikl­um fundi fíkni­efna í bæn­um á dög­un­um. Þetta sé aðskilið mál.

Í gær tók lög­regl­an á Sauðár­króki tvo öku­menn fyr­ir að aka und­ir áhrif­um fíkni­efna. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert